Viðskipti innlent

Frigus fór fýlu­ferð í Lands­rétt

Árni Sæberg skrifar
Sigurður Valtýsson í héraðsdómi þegar mál Frigusar gegn Lindarhvoli var tekið fyrir í fyrra.
Sigurður Valtýsson í héraðsdómi þegar mál Frigusar gegn Lindarhvoli var tekið fyrir í fyrra. vísir/vilhelm

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli Frigusar II ehf. á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli.

Málið sneri að sölu Lindarhvols, félags sem stofnað var til að fara með eignarhlut ríkisins í svokölluðum stöðugleikaeignum, á Klakka. Frigus, sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem kenndir eru við Bakkavör, og Sigurðar Valtýssonar, bauð 501 milljón króna í félagið.

BLM fjárfestingar buðu 505 milljónir og tilboð frá Ásaflöt ehf. hljóðaði upp á 502 milljónir. Tilboði BLM fjárfestinga var að lokum tekið. Þessu vildu Frigusarmenn ekki una og höfðuðu mál vegna meintrar ólögmætrar sölumeðferðar.

Frigus krafðist 650 milljón króna í skaðabætur frá Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Kröfupphæðin nam þeim hagnaði sem Frigus taldi sig hefðu notið ef tilboði félagins hefði verið tekið.


Tengdar fréttir

Mál málanna á manna­máli

Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt?

Lindarhvolsskýrslan birt

Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×