„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 10:32 Sigmar hefur trú á Viðreisn. Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni. Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“ Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“
Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira