Sport

Dag­skráin í dag: Nýja „Ljónagryfja“ Njarðvíkinga vígð í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkingar spila sinn fyrsta heimaleik í nýja íþróttahúsinu í kvöld.
Njarðvíkingar spila sinn fyrsta heimaleik í nýja íþróttahúsinu í kvöld. Vísir/Anton Brink

Önnur umferð Bónus-deildar karla í körfuknattleik klárast í kvöld með tveimur leikjum. Það verða einnig sýndir þrír leikir í Þjóðadeildinni sýndir í beinni útsendingu þar á meðal stórleikur Spánverja og Dana.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 hefst bein útsending frá leik Hauka og Grindavíkur í Bónus deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 03.00 eftir miðnætti hefst bein útsending frá Buick golfmótinu í Sjanghaí í Kína sem er hluti af LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Njarðvíkur og Álftaness í Bónus deild karla í körfubolta. Þetta er fyrsti heimaleikur Njarðvíkinga í nýju Ljónagryfjunni sem hefur fengið nafnið IceMar-höllin.

Vodafone Sport

Klukkan 12.50 tekur Litháen á móti Kósóvó í Þjóðadeild UEFA í fótbolta.

Klukkan 15.50 tekur Króatía á móti Skotlandi í Þjóðadeild UEFA í fótbolta.

Klukkan 18.35 tekur Spánn á móti Danmörku í Þjóðadeild UEFA í fótbolta.

Klukkan 18.35 hefst beint útsending frá Buffalo Sabres og Florida Panthers í NHL deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×