Lífið

Tólf hundruð fylgdust með tendrun friðarsúlunnar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Friðarsúlan var reist árið 2007 í Viðey.
Friðarsúlan var reist árið 2007 í Viðey. Aðsend

Um 1.200 komu saman í Viðey í kvöld til að fylgjast með tendrun friðarsúlunnar. Kveikt var á friðarsúlunni í kvöld í 18. sinn.

Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn fluttu tónlist og Einar Þorsteinsson borgarstjóri var með ávarp.

Endurbætur hafa verið gerðar á listaverkinu, jafnt tæknibúnaði sem steinlögn og brunni og mun Friðarsúlan lýsa þéttar en fyrr. Reykjavíkurborg, Orkuveitan og Yoko Ono sameinuðust um framkvæmdina.

Borgarstjóri flutti ávarp.Aðsend

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007.

„Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til minningar um eiginmann sinn John Lennon heitinn og til að minna á mikilvægi friðarboðskapar. Verkið logar frá fæðingardegi hans til dánardægurs þann 8. desember,“ segir enn fremur.

Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn fluttu tónlist sína.Aðsend

Tengdar fréttir

Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey

Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár.

Friðarsúlan skín skærar

Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.