Sport

Dag­skráin í dag: Bónus-deildar veisla og Þjóða­deildin á fullt

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lið Vals og Stjörnunnar verða bæði í eldlínunni í Bónus-deildinni í kvöld.
Lið Vals og Stjörnunnar verða bæði í eldlínunni í Bónus-deildinni í kvöld. Vísir/Pawel

Önnur umferð Bónus-deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fjórum leikjum. Pavel Ermolinskij verður á sínum stað með GAZið og þá verður enska landsliðið í eldlínunni í Þjóðadeild UEFA.

Stöð 2 Sport

Íslenska U21-árs landsliðið mætir Litháen á heimavelli Víkinga í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu frá 14:50. 

Klukkan 18:55 tekur Bónus-deildin síðan við þegar upphitun fyrir GAZið fer í loftið þar sem Pavel Ermolinskij fer hamförum ásamt gestum. Klukkan 19:00 verður Skiptiborðið í loftið þar sem Hörður Unnsteinsson ásamt sérfræðingum fer í gegnum allt það helstu í leikjum kvöldsins í Bónus-deildinni.

Tilþrifin verða síðan sýnd beint klukkan 21:10 þar sem leikir kvöldsins verða greindir í þaula.

Stöð 2 Sport 5

Leikur KR og Stjörnunnar í Bónus-deildinni verður í beinni útsendingu frá 19:05 en bæði liðin unnu góða sigra í fyrstu umferð deildarinnar.

Stöð 2 Bónus deildin

GAZið fer í loftið með upphitun klukkan 18:45 og klukkan 19:05 hefst útsending frá leik Íslandsmeistara Vals og Þórs frá Þorlákshöfn í Bónus-deildinni.

Stöð 2 Bónus-deildin 2

Leikur ÍR og Tindastóls verður sýndur beint úr Breiðholtinu klukkan 19:05.

Stöð 2 Bónus deildin 3

Höttur tekur á móti Keflavík í Bónus-deildinni og hefst útsending frá leiknum klukkan 19:05.

Vodafone Sport

Lettar mæta Norður Makedóníu í Þjóðadeild UEFA klukkan 15:50 og síðan er komið að enska landsliðinu sem mætir því gríska í sömu keppni klukkan 18:35. Leikur liðanna fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum.

Leikur Detroit Tigers og Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta verður sýndur klukkan 22:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×