Lífið

Ás­laug Arna fór í með­ferð til að vinna bug á köngulóafælni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hér má sjá skjáskot af myndbandi úr meðferðinni þar sem Kalli könguló gengur eftir fingri Áslaugar Örnu.
Hér má sjá skjáskot af myndbandi úr meðferðinni þar sem Kalli könguló gengur eftir fingri Áslaugar Örnu.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fór í köngulóafælnimeðferð sem virðist hafa borið árangur.

„Ég er algjörlega skíthrædd við köngulær, hleyp í burtu, öskra og hef aldrei snert slíka. Hræðslan finnst mér skrítin og fáránleg þannig ég skráði mig í köngulóafælnimeðferð hjá sálfræðinemum í Háskóla Íslands,“ segir Áslaug í myndbandi sem hún birti á Instagram-síðu sinni í dag.

Hún lýsir síðan meðferðinni sem hófst á því að hún átti að reyna að koma könguló ofan í glas og svo aftur úr því. 

„Ég var skíthrædd við það og tók örugglega klukkutíma bara að komast yfir það verkefni. Þarna lokaði ég fyrst augunum af hræðslu, var aðeins að fríka út eins og heyrist,“ segir hún svo í myndbandinu og má heyra hana veina lítillega af ótta í bakgrunni

Meðferðin sem tók greinilega nokkra tíma hefur þó greinilega borið árangur af því undir lok myndbandsins segir Áslaug að hún hafi náð að vingast við köngulónna sem hún hafi sjálft nefnt Kalla könguló.


Tengdar fréttir

„Það var mikil geðshræring á heimilinu“

Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×