Lífið

„Þetta er al­veg á­huga­vert en ekki jafn á­huga­vert og Instagramið mitt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sunneva náði nokkrum góðum myndum.
Sunneva náði nokkrum góðum myndum.

Ævintýri LXS hópsins í Marokkó hélt áfram í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 en ferðin hófst heldur skrautlega að margra mati.

Planið til að byrja með þegar komið var inn í landið var að fara í rútuferð til að skoða gamlar rústir, sem fór ekki neitt sérstaklega vel í stelpurnar þar sem hópurinn þurfti að sitja í rútu í tíu klukkustundir.

Lyktin sem stelpurnar fundu var sem dæmi eitthvað sem fékk þær til að kúgast og tárast úr lykt. Magnea Björg lenti einna helst í því.

Sunneva Einarsdóttir sem er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins var almennt ekki hrifin af fyrsta áfangastað þar sem hún var helst mætt til að taka myndir, eins og hún segir sjálf frá.

„Þetta er alveg áhugavert en ekki jafn áhugavert og Instagramið mitt,“ sagði Sunneva í þættinum en sumar voru mjög hrifnar af ferðinni eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Lyktin það vond að sumar kúguðust





Fleiri fréttir

Sjá meira


×