Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:00 Jhon Durán hefur reynst Aston Villa dýrmætur á leiktíðinni. Michael Steele/Getty Images Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bayern Munchen var mun meira með boltann en átti erfitt með að skapa sér almennileg marktækifæri. Aston Villa varðist vel og nýtti tækifærin þegar þau gáfust. Pau Torres kom boltanum fyrstur í netið á 22. mínútu, en eftir myndbandsskoðun kom í ljós að Jacob Ramsey hafi verið rangstæður í aðdragandanum og markið því ógilt. Bayern bað um vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik þegar boltinn fór í hönd Ezri Konsa, en höndin var metin í náttúrulegri stöðu af myndbandsdómara. Það virtist ekkert ætla að skilja liðin að en þá var ofurvaramanni Aston Villa, Jhon Durán, skipt inn á. Hann þurfti ekki nema nokkrar mínútur á vellinum til að skora glæsimark og tryggja sigur. Boltanum var stungið inn fyrir háa varnarlínu Bæjara, Durán leit upp og sá að markmaðurinn var illa staðsettur, hikaði ekki og skaut rétt fyrir framan miðju. Boltinn sveif svo fallega í netið. Villa-menn þurftu að hafa sig alla við til að halda forystunni og markmaðurinn kom þeim nokkrum sinnum til bjargar, en það tókst og nokkuð óvæntur 1-0 sigur varð lokaniðurstaðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bayern Munchen var mun meira með boltann en átti erfitt með að skapa sér almennileg marktækifæri. Aston Villa varðist vel og nýtti tækifærin þegar þau gáfust. Pau Torres kom boltanum fyrstur í netið á 22. mínútu, en eftir myndbandsskoðun kom í ljós að Jacob Ramsey hafi verið rangstæður í aðdragandanum og markið því ógilt. Bayern bað um vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik þegar boltinn fór í hönd Ezri Konsa, en höndin var metin í náttúrulegri stöðu af myndbandsdómara. Það virtist ekkert ætla að skilja liðin að en þá var ofurvaramanni Aston Villa, Jhon Durán, skipt inn á. Hann þurfti ekki nema nokkrar mínútur á vellinum til að skora glæsimark og tryggja sigur. Boltanum var stungið inn fyrir háa varnarlínu Bæjara, Durán leit upp og sá að markmaðurinn var illa staðsettur, hikaði ekki og skaut rétt fyrir framan miðju. Boltinn sveif svo fallega í netið. Villa-menn þurftu að hafa sig alla við til að halda forystunni og markmaðurinn kom þeim nokkrum sinnum til bjargar, en það tókst og nokkuð óvæntur 1-0 sigur varð lokaniðurstaðan.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti