Viðskipti innlent

Culiacan lokað á Suður­lands­braut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rýmið á Suðurlandsbraut hafði hýst Culiacan í þrettán ár.
Rýmið á Suðurlandsbraut hafði hýst Culiacan í þrettán ár. Vísir/Vilhelm

Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila.

Ekki hefur náðst í Sólveigu Guðmundsdóttur eiganda veitingastaðarins vegna málsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er annar veitingastaður undir merkjum Culiacan enn opinn í Mathöll Höfða.

Sú mathöll er einnig í eigu þeirra Sólveigar sem í október fyrir sex árum síðan auglýsti eftir áhugasömu veitingafólki til þess að opna þar veitingastaði. Hún sagði við tilefnið að í ljós hefði komið að húsnæðið væru miklu stærra en þyrfti undir starfsemi Culiacan eingöngu.

Culiacan opnaði í fyrsta sinn dyr sínar í júlí árið 2003 í Faxafeni og var um stund einnig með rekstur í Hlíðasmára. Allar götur síðan hefur staðurinn boðið upp á mexíkóskan mat í hollari kantinum. Staðurinn hafði verið til húsa á Suðurlandsbraut síðan árið 2011 þegar staðurinn flutti úr Faxafeni. Sagði Sólveig í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma að í nýjum húsakynnum væri mun betra pláss en í þeim gömlu.

Rýmið er nú auglýst til leigu.Vísir/Vilhelm

Frétt uppfærð.

Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að Steingerður Þorgilsdóttir væri meðeigandi Culiacan. Hið rétta er að hún fór út úr rekstrinum fyrir þremur árum síðan. Fréttin hefur verið leiðrétt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×