Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 09:54 Elín Helga Sveinbjörnsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Hvíta hússins frá árinu 2017. Hvíta húsið Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna. Framkvæmdastjórar segjast finna fyrir samdrætti og leitt að sjá á eftir góðu fólki. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, staðfesti fjölda uppsagna en vildi ekki upplýsa um fjölda sem missa vinnuna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var alls níu sagt upp en 43 starfsmenn eru skráðir á heimasíðu stofunnar. „Það er auðvitað samdráttur,“ segir Elín Helga. „Það er ofboðslega sárt að sjá á eftir góðu fólki og mikil sorg sem hvílir yfir okkur núna,“ bætir hún við. Hún er ekki viss hvort rétt sé að nota orðið krepputíð en finna megi í það minnsta kreppulykt í loftinu. Þá dragi fyrirtæki oft saman í markaðsmálum. „Það er oft talað um að samdráttur í markaðsmálum á svona tímum eins og við sjáum núna sé ekki endilega alltaf rétta leiðin,“ segir Elín Helga. Ljóst sé að fyrirtækin haldi að sér höndum. Jón Sæmundsson er framkvæmdastjóri Ennemm.ENNEMM Jón Sæmundsson framkvæmdastjóri hjá Ennemm kannast við stöðu mála. Fjórum var sagt upp á stofunni fyrir mánaðamót en þar starfa fjörutíu manns. Hann segir búið að kreppa að en vonandi verði áhrifin skammvinn. Honum þyki leitt að þurfa að grípa til slíkra aðgerða. Veistu meira um málið? Eru uppsagnir í þínu nánasta umhverfi? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Auglýsinga- og markaðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, staðfesti fjölda uppsagna en vildi ekki upplýsa um fjölda sem missa vinnuna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var alls níu sagt upp en 43 starfsmenn eru skráðir á heimasíðu stofunnar. „Það er auðvitað samdráttur,“ segir Elín Helga. „Það er ofboðslega sárt að sjá á eftir góðu fólki og mikil sorg sem hvílir yfir okkur núna,“ bætir hún við. Hún er ekki viss hvort rétt sé að nota orðið krepputíð en finna megi í það minnsta kreppulykt í loftinu. Þá dragi fyrirtæki oft saman í markaðsmálum. „Það er oft talað um að samdráttur í markaðsmálum á svona tímum eins og við sjáum núna sé ekki endilega alltaf rétta leiðin,“ segir Elín Helga. Ljóst sé að fyrirtækin haldi að sér höndum. Jón Sæmundsson er framkvæmdastjóri Ennemm.ENNEMM Jón Sæmundsson framkvæmdastjóri hjá Ennemm kannast við stöðu mála. Fjórum var sagt upp á stofunni fyrir mánaðamót en þar starfa fjörutíu manns. Hann segir búið að kreppa að en vonandi verði áhrifin skammvinn. Honum þyki leitt að þurfa að grípa til slíkra aðgerða. Veistu meira um málið? Eru uppsagnir í þínu nánasta umhverfi? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Eru uppsagnir í þínu nánasta umhverfi? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Auglýsinga- og markaðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira