Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 13:13 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á áfengislöggjöfinni. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira