Fóru líka upp á eiginkonuna fyrir besta útsýni landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. september 2024 20:01 Garpur var í góðum félagsskap nú líkt og endranær. Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi. „Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
„Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03
Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01
Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30