Viðskipti innlent

Icelandair hækkað um ríf­lega fjórðung

Árni Sæberg skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag.

Gengi félagsins hafði verið undir einni krónu, sem var gengið þegar Icelandair réðst í hlutafjárútboð árið 2020, síðan í lok maí þegar það skreið yfir krónumúrinn í gær og endaði í 1,03 krónum á hlut. 

Í dag hélt hækkunin áfram og við lokun Kauphallar var það 8,74 prósent hærra en við opnun. Um tíma var gengið tæplega tíu prósentum hærra. 

Icelandair tilkynnti í dag að félagið hefði gert samstarfssamning við bandaríska flugfélagið Southwest og að Nashville í Bandaríkjunum hefði bæst í leiðakerfi félagsins.


Tengdar fréttir

Gengi Icelandair flaug upp á við

Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×