Sama hvað fólki finnst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2024 15:55 Ellen er mætt aftur í grínið eftir hlé. EPA-EFE/NINA PROMMER Grínistinn Ellen Degeneres segir að hún hafi loksins lært að vera sama um álit annarra á henni. Hún segist lengi hafa velt sér upp úr því hvað öðrum finnist en hafi loksins náð að sleppa taki á þeirri hugsun. Grínistinn opnar sig á gátt í nýrri uppistandsseríu sinni á Netflix, For Your Approval. Þar ræðir hún síðastliðin fjögur ár á hispurslausan hátt en á þeim tíma komst hegðun hennar í spjallþætti hennar meðal annars í fréttir. Var hún sögð andstyggileg við samstarfsfólk sitt og jafnframt sögð hafa skapað eitrað andrúmsloft á setti. Hún baðst afsökunar og síðar voru þrír framleiðendur þáttarins reknir úr starfi. Í nýju uppistandi sínu segist hún vera stolt af því hver hún er í dag. Hún hafi alltaf reitt sig á skoðanir annarra á sjálfri sér, enda grínisti og opinber persóna. „Ef þeim líkar við þig, þá ertu inni, ef þau gera það ekki, þá ertu úti. Ég hef eytt allri ævinni í að reyna að gera fólk ánægt og hef haft allt of miklar áhyggjur hvað öðrum finnst. Tilhugsunin um að einhver héldi að ég væri illskeytt var mér hræðileg og þetta heltók mig í langan tíma.“ Tvö ár eru liðin síðan spjallþáttur hennar hætti í loftinu eftir nítján seríur. Ellen tók sér hlé frá störfum um hríð eftir að þáttunum lauk en fór aftur á stúfana í uppistand í apríl á þessu ári. Hún hefur sagt að um verði að ræða hennar síðasta uppistand. Ellen segir að sér sé loksins sama um álit annarra þó hún viðurkenni að hún vilji samt að hennar verði minnst sem almennilegrar manneskju. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Grínistinn opnar sig á gátt í nýrri uppistandsseríu sinni á Netflix, For Your Approval. Þar ræðir hún síðastliðin fjögur ár á hispurslausan hátt en á þeim tíma komst hegðun hennar í spjallþætti hennar meðal annars í fréttir. Var hún sögð andstyggileg við samstarfsfólk sitt og jafnframt sögð hafa skapað eitrað andrúmsloft á setti. Hún baðst afsökunar og síðar voru þrír framleiðendur þáttarins reknir úr starfi. Í nýju uppistandi sínu segist hún vera stolt af því hver hún er í dag. Hún hafi alltaf reitt sig á skoðanir annarra á sjálfri sér, enda grínisti og opinber persóna. „Ef þeim líkar við þig, þá ertu inni, ef þau gera það ekki, þá ertu úti. Ég hef eytt allri ævinni í að reyna að gera fólk ánægt og hef haft allt of miklar áhyggjur hvað öðrum finnst. Tilhugsunin um að einhver héldi að ég væri illskeytt var mér hræðileg og þetta heltók mig í langan tíma.“ Tvö ár eru liðin síðan spjallþáttur hennar hætti í loftinu eftir nítján seríur. Ellen tók sér hlé frá störfum um hríð eftir að þáttunum lauk en fór aftur á stúfana í uppistand í apríl á þessu ári. Hún hefur sagt að um verði að ræða hennar síðasta uppistand. Ellen segir að sér sé loksins sama um álit annarra þó hún viðurkenni að hún vilji samt að hennar verði minnst sem almennilegrar manneskju.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira