Tónlist

Enginn súr í sætu teiti í Ás­mundar­sal

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Óskar Guðjónsson og Magnús Jóhann Ragnarsson fögnuðu nýrri plötu í Ásmundarsal.
Óskar Guðjónsson og Magnús Jóhann Ragnarsson fögnuðu nýrri plötu í Ásmundarsal. Eva Schram

Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum.

Tvíeykið gaf út hljómplötuna Fermented Friendship þann 20. september. Þeir héldu útgáfuhófið í Ásmundarsal þar sem skálað var fyrir plötunni, talið í nokkur lög og seldar voru áritaðar vinylplötur. Útgáfuteitið var vel heppnað að sögn aðstandenda og mæting með besta móti.

„Hljómplötuna Fermented Friendship má finna í öllum helstu plötuverslunum landsins og er aðgengileg á streymisveitum. Þeir félagar unnu verkið með Bergi Þórissyni, Halldóri Eldjárn, Evu Schram, Steingrími Gauta og Bergi Ebba en öll lögðu hönd á plóg með einum eða öðrum hætti,“ segir í fréttatilkynningu.

Það er alltaf mikið um að vera hjá þessum tónlistarmönnum sem koma sem dæmi báðir fram á nýju tónlistarhátíðinni State of the Art í október. 

Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hófinu:

Friðrik Falkner, Kristján Diego og Hekla Hallgrímsdóttir.Eva Schram
Þórgunnur Ársælsdóttir brosti breitt.Eva Schram
Óskar spilaði á saxófóninn af sinni einskæru snilld.Eva Schram
Ólafur Sverrir Traustason naut listarinnar.Eva Schram
Óskar mætti í ljósum jakkafötum.Eva Schram
Vinylplatan.Eva Schram
Magnús Jóhann og Guðrún Sóley Gestsdóttir á spjalli.Eva Schram
Bergur Þórisson tónlistarstjóri Bjarkar.Eva Schram
Esther Jónsdóttir og Sandra Smára.Eva Schram
Sandra Gunnarsdóttir, kærsta Magnúsar Jóhanns, lét sig ekki vanta í teitið.Eva Schram
Erlendur Sveinsson.Eva Schram
Tvíeykið tók lagið.Eva Schram
Flottar Evur! Eva Schram og Eva Lind.Aðsend
Stórstjarnan Bríet var á svæðinu.Eva Schram
Óskar Guðjónsson, Gulli Briem og Daníel Andrason.Eva Schram
Sveinn Snorri, Steingrímur Teague og Sigrún Helga Lund.Eva Schram
Opnunarteitið var vel sótt.Eva Schram
Magnús í faðmlögum við Thomas Stankiewicz.Eva Schram
Anna Gulla og Harper.Eva Schram
Óskar og Magnús voru sáttir með partýið.Eva Schram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×