Veður

Út­lit fyrir á­fram­haldandi ró­leg­heit

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er að hiti verði á bilinu þrjú til tíu stig að deginum.
Spáð er að hiti verði á bilinu þrjú til tíu stig að deginum. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir áframhaldandi rólegheit í veðrinu í dag þar sem spáð er hægviðri og léttskýjuðu víða um land. Þó má gera ráð fyrir skýjuðu veðri og að líkur séu á smá súld af og til við suðurströndina.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu þrjú til tíu stig að deginum.

„Á morgun, þriðjudag er búist við vaxandi norðanátt, kalda eða stinningskalda seinnipartinn með lítilsháttar slyddu eða snjókomu á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður.

Hægari vindur á miðvikudag og dálítil él norðaustantil, en bjart sunnan og vestanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vaxandi norðanátt, 8-15 m/s síðdegis. Dálítil rigning og síðar slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, annars þurrt. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag: Minnkandi norðanátt og dálítil él norðaustantil, en léttskýjað sunnan heiða. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina að deginum.

Á fimmtudag: Norðvestlæg átt og stöku skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en þurrt og bjart að mestu sunnantil. Hiti 1 til 8 stig, mildast á Suður- og Vesturlandi.

Á föstudag: Vestlæg átt, skýjað og víða rigning á köflum, en slydda af og til um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig.

Á laugardag: Austlæg átt og dálítil væta suðaustantil, annars yfirleitt þurrt. Hiti um frostmark fyrir norðan og austan en 2 til 6 stiga hiti sunnan- og vestanlands.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt. Úrkoma, einkum um landið suðaustanvert og fremur svalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×