Spurs vann þrátt fyrir að lenda undir eftir hálfa mínútu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brennan Johnson fagnar með Dominic Solanke. Þeir skoruðu báðir gegn Brentford.
Brennan Johnson fagnar með Dominic Solanke. Þeir skoruðu báðir gegn Brentford. getty/Alex Pantling

Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bryan Mbuemo kom Brentford yfir strax á upphafsmínútu leiksins. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís því Tottenham jafnaði á 8. mínútu. Dominic Solanke fylgdi þá eftir skoti James Maddison sem Mark Flekken varði.

Á 28. mínútu komst Spurs yfir með marki Brennans Johnson eftir sendingu frá Son Heung-Min.

Þegar fimm mínútur voru eftir gulltryggði Maddison svo sigur Spurs þegar hann skoraði eftir skyndisókn og sendingu frá Son.

Með sigrinum komst Spurs upp í 10. sæti deildarinnar með sjö stig. Brentford er með sex stig í 12. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira