„Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 15:51 Þórður Snær Júlíussson ritstýrði Kjarnanum og svo Heimildinni, þar til í sumar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19