Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Dáleiðsluskóli Íslands 11. október 2024 11:30 Egill Gylfason (t.v.) og Sunnefa Lindudóttir eru klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Námið hefur breytt lífi þeirra beggja og gefið þeim tæki og tól til að hjálpa öðru fólki. Myndir/Anton Brink. Egill Gylfason og Sunnefa Lindudóttir eru bæði klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Aðspurð um menntun og fyrri störf sögðu þau: Sunnefa: „Ég byrjaði á því að læra guðfræði, ég sá alltaf fyrir mér að vinna við einhvers konar sálgæslu, en guðfræðin átti ekki alveg við mig þannig að ég skipti yfir í hjúkrunarfræði. Ég hef alltaf trúað því að áhrifaríkasta nálgunin fyrir fólk sé heildræn, sem sé andleg, sálræn og líkamleg. Mér finnst hjúkrunarfræði að einhverju leyti ríma við þá hugsjón. BS ritgerðin mín í hjúkrunarfræði var fræðileg samantekt um áhrif bænar á heilsu fólks, bæði þeirra sem beðið er fyrir og þeirra sem biðja. Það var mjög áhugavert að skoða það. Ég byrjaði sextán ára gömul að vinna í aðhlynningu á hjúkrunarheimili og fann strax að það átti vel við mig. Í dag starfa ég sem deildarstjóri á Hrafnistu. Ég hef einnig nýlokið námskeiði í MDMA-therapy sem er meðferð fyrir fólk sem hefur greinst með áfallastreituröskun, en sú meðferð hefur ekki ennþá verið viðurkennd.“ „BS verkefnið mitt fjallaði um klámvanda og gerði ég könnun á meðal háskólanema sem staðfesti kenningar mínar um þennan vanda sem gerði mig enn ákveðnari í þessari vegferð,“ segir Egill Gylfason. Egill: „Ég á að baki ansi fjölbreyttan feril menntunar og starfa. Ég er lögfræðingur og með MBA gráðu frá HR og svo lauk ég BS gráðu í sálfræði fyrir tveimur árum. Þegar ég settist aftur á skólabekk í sálfræðinni var markmiðið að gerast sálfræðingur með það fyrir augum að sérhæfa mig í því að veita aðstoð fyrir karlmenn sem kljást við kynferðistengdar áskoranir og vandamál. BS verkefnið mitt fjallaði um klámvanda og gerði ég könnun á meðal háskólanema sem staðfesti kenningar mínar um þennan vanda sem gerði mig enn ákveðnari í þessari vegferð. Eftir útskrift var stefnan tekin á meistaranámið eftir eins árs námshlé. Í millitíðinni kynntist ég dáleiðslu, fór í dáleiðslumeðferð og á endanum skráði ég mig í Dáleiðsluskóla Íslands. Þetta ferli var í raun frekar stutt en ég fann strax að ég var kominn í eitthvað sem átti gríðarlega vel við mig og myndi skipa stóran þátt í mínu lífi.“ Af hverju ákvaðst þú að læra meðferðardáleiðslu? Egill: „Endanlega ákvörðun tók ég þegar mér varð ljóst að þetta væru aðferðir, meðferðir og hugmyndafræði sem byggðust einfaldlega á þeirri hugmynd að notast við það sem best virkar fyrir fólk sem lausn á fjölbreyttum vandamálum. Ég áttaði mig mjög fljótt á því að þetta markmið sem ég hafði sett mér, að aðstoða tiltekinn hóp karlmanna, myndi mjög líklega nást með þessum aðferðum. Nú get ég staðfest að það er raunin og árangur meðferðarþega minna hefur verið hreint út sagt frábær, ekki síst þegar kemur að aðstoð vegna klámvanda.“ Sunnefa: „Þegar ég sjálf fór í dáleiðslu þá upplifði ég mjög miklar breytingar innra með mér, sem endurspegluðust síðan út í líf mitt á svo fallegan hátt. Mér fannst ég búin að uppgötva eitthvað stórkostlegt „leyndarmál”. Þegar maður sjálfur upplifir svona mikla heilun þá vill maður að fleiri fái að upplifa það sama. Ég vildi læra meira um þessa mögnuðu meðferð svo ég gæti hjálpað öðrum með sín verkefni í lífinu.“ Hverju breytti námið fyrir ykkur sjálf? Sunnefa: „Ég hætti að lifa bara af og fór að LIFA, sem sé að vera þátttakandi í lífinu. Ég hef í gegnum tíðina glímt við þunglyndi og kvíða og notað misgáfulegar aðferðir til að deyfa þá vanlíðan. Í náminu þá er farið í mjög djúpa sjálfsvinnu með því að vinna með undirvitundinni og gera breytingar á huganum. Helsta rótin að mínum áskorunum í lífinu hefur tengst því að ég upplifði ítrekað mikla höfnum sem barn frá nánum aðilum sem endurspeglaðist svo í mörg svið í mínu lífi. Þó að rökhugsunin segði mér að hegðun þessara aðila hafi ekki neitt með mig að gera þá náði ég aldrei að losna við þá lamandi tilfinningu að vera sjúklega hrædd við höfnum og það takmarkaði líf mitt verulega. Með því að nota Hugræna endurforritun var hægt að endurforrita huga minn og uppræta rót vandans. Ég upplifi þessa reynslu úr barnæsku ekki lengur sem hindrandi á neinn hátt, þvert í móti hefur hún styrkt mig þegar upp er staðið. Síðan er það hlutir eins og mataræði og hreyfing sem var mjög auðvelt að breyta með Hugrænni endurforritun. Ég t.d. hlakka til að fara út að hlaupa og líkaminn minn kallar á að borða hollari mat. Ég hef alltaf verið svolítið feimin og tilhugsunin um að tala fyrir framan hóp af fólki hefur alls ekki heillað mig. Hugræn endurforritun hefur aðstoðað mig við að stíga út fyrir þægindarammann. Ég er t.d. að fara halda erindi, sem er mér mjög kært, á ráðstefnu erlendis um sérstaka nálgun í hjúkrun fyrir fólk með heilabilun. Það hefði ekki hvarflað að mér fyrir tveimur árum síðan. Það hafa frábærir hlutir gerst í mínu lífi eftir námið og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Egill: „Námið og allt sem viðkemur Dáleiðsluskóla Íslands hefur umbreytt lífi mínu á ótrúlega marga vegu. Ég fékk ekki aðeins að vinna mikla sjálfsvinnu í náminu sjálfu heldur einnig að taka þátt í vinnu annarra nemenda og þeirra eigin vegferð sem er svo dýrmæt upplifun. Að náminu loknu hef ég upplifað sjálfsöryggi og innri frið sem ég hef ekki upplifað áður um leið og ég er meðvitaður um að ég hef núna tæki og tól til þess að veita öðrum þessa sömu upplifun, lausn frá huglægum óþarfa og vandamálum sem trufla daglegt líf.“ „Allir sem vilja lifa innihaldsríku og góðu lífi geta nýtt sér Hugræna endurforritun. Hún er t.d. mjög gagnleg fyrir fólk með kvíða, þunglyndi og svefnvanda,“ segir Sunnefa Lindudóttir. Hefur þú náð jafn góðum árangri fyrir aðra og þú upplifir sjálf/ur ? Sunnefa: „Já algjörlega! Það er fátt sem gleður mig jafn mikið eins og verða vitni að því þegar fólk losnar við fjötra sína og leyfir sér að vaxa. Það sem gleður mig mest af öllu er þegar fólk áttar sig á því að það geti verið sinn eiginn heilari. Það er alltaf lokamarkmið meðferðarinnar.“ Egill: „Alveg hiklaust og ef eitthvað er þá finnst mér stundum eins og skjólstæðingar mínir upplifi meiri árangur en ég hef sjálfur upplifað. Það er merkileg tilfinning. Að því sögðu er eiginlega fátt sem jafnast á við þá tilfinningu að fá skilaboð eftir meðferð um að daglegt líf sé verulega breytt til hins betra og oft á þann veg að viðkomandi á erfitt með að átta sig á því hversu mikinn létti hann getur upplifað í kjölfar Hugrænnar endurforritunar. Sú upplifun næst með einum tíma og í kjölfar annars tíma upplifir fólk mjög mikla sjálfsvitund og hugarró. Þetta er upplifun sem ég þreytist aldrei á að heyra af. Til lengri tíma litið verður það þó mitt helsta markmið að styðja við karlkyns hópa sem eiga við kynferðislegar áskoranir að stríða. Þetta getur verið klámvandi, risvandi, vandamál með kynhvöt og í raun hvað sem er á þessu sviði. Mér hefur lengi þótt vanta einhvern sem sérstaklega opnar fyrir þennan hóp og þegar ég sjálfur kom að tómum kofunum ákvað ég einfaldlega að fylla sjálfur þetta gat og hingað er ég kominn. Hugræn endurforritun og dáleiðslumeðferð passa fullkomlega inn í þessa vegferð.“ Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð? Sunnefa: „Allir sem vilja lifa innihaldsríku og góðu lífi geta nýtt sér Hugræna endurforritun. Hún er t.d. mjög gagnleg fyrir fólk með kvíða, þunglyndi og svefnvanda. Rannsóknir hafa líka sýnt að áföll hafa ekki bara áhrif á andlega heilsu fólks heldur líka líkamlega. Að vinna með áföll í gegnum undirvitundina getur hjálpað fólki með allskonar líkamlega kvilla eins og t.d. verki, vefjagigt og fleira. Fólk með fíknivanda er hópur sem er mér hugleikinn. Ég veit að það getur verið mjög gagnlegt fyrir einstakling með fíknivanda og nýta sér dáleiðslu. Mig langar til að biðla til fólks og stofnanna sem sinna meðferðarúrræðum að skoða þann möguleika að veita aðgang að dáleiðslumeðferð sem einn þátt í meðferðar prógramminu.“ Egill: „Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að nokkuð mannsbarn sé til sem gæti ekki notið góðs af Hugrænni endurforritun. Jafnvel þó að fólk telji sig ekki eiga við nein sérstök vandamál að stríða þá er engu að síður svo dýrmætt að kynnast undirvitundinni sinni, losa sig við huglægan óþarfa og jafnvel gera breytingar sem það langar að gera. Stundum snýst þetta líka um að vilja eitthvað öðruvísi og þetta er frábær leið til þess að gulltryggja slíkar breytingar.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 7. febrúar, 2025 Hægt er að bóka sig á daleidsla.is Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þau Egil og Sunnefu) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda. Heilsa Dáleiðsla Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira
Aðspurð um menntun og fyrri störf sögðu þau: Sunnefa: „Ég byrjaði á því að læra guðfræði, ég sá alltaf fyrir mér að vinna við einhvers konar sálgæslu, en guðfræðin átti ekki alveg við mig þannig að ég skipti yfir í hjúkrunarfræði. Ég hef alltaf trúað því að áhrifaríkasta nálgunin fyrir fólk sé heildræn, sem sé andleg, sálræn og líkamleg. Mér finnst hjúkrunarfræði að einhverju leyti ríma við þá hugsjón. BS ritgerðin mín í hjúkrunarfræði var fræðileg samantekt um áhrif bænar á heilsu fólks, bæði þeirra sem beðið er fyrir og þeirra sem biðja. Það var mjög áhugavert að skoða það. Ég byrjaði sextán ára gömul að vinna í aðhlynningu á hjúkrunarheimili og fann strax að það átti vel við mig. Í dag starfa ég sem deildarstjóri á Hrafnistu. Ég hef einnig nýlokið námskeiði í MDMA-therapy sem er meðferð fyrir fólk sem hefur greinst með áfallastreituröskun, en sú meðferð hefur ekki ennþá verið viðurkennd.“ „BS verkefnið mitt fjallaði um klámvanda og gerði ég könnun á meðal háskólanema sem staðfesti kenningar mínar um þennan vanda sem gerði mig enn ákveðnari í þessari vegferð,“ segir Egill Gylfason. Egill: „Ég á að baki ansi fjölbreyttan feril menntunar og starfa. Ég er lögfræðingur og með MBA gráðu frá HR og svo lauk ég BS gráðu í sálfræði fyrir tveimur árum. Þegar ég settist aftur á skólabekk í sálfræðinni var markmiðið að gerast sálfræðingur með það fyrir augum að sérhæfa mig í því að veita aðstoð fyrir karlmenn sem kljást við kynferðistengdar áskoranir og vandamál. BS verkefnið mitt fjallaði um klámvanda og gerði ég könnun á meðal háskólanema sem staðfesti kenningar mínar um þennan vanda sem gerði mig enn ákveðnari í þessari vegferð. Eftir útskrift var stefnan tekin á meistaranámið eftir eins árs námshlé. Í millitíðinni kynntist ég dáleiðslu, fór í dáleiðslumeðferð og á endanum skráði ég mig í Dáleiðsluskóla Íslands. Þetta ferli var í raun frekar stutt en ég fann strax að ég var kominn í eitthvað sem átti gríðarlega vel við mig og myndi skipa stóran þátt í mínu lífi.“ Af hverju ákvaðst þú að læra meðferðardáleiðslu? Egill: „Endanlega ákvörðun tók ég þegar mér varð ljóst að þetta væru aðferðir, meðferðir og hugmyndafræði sem byggðust einfaldlega á þeirri hugmynd að notast við það sem best virkar fyrir fólk sem lausn á fjölbreyttum vandamálum. Ég áttaði mig mjög fljótt á því að þetta markmið sem ég hafði sett mér, að aðstoða tiltekinn hóp karlmanna, myndi mjög líklega nást með þessum aðferðum. Nú get ég staðfest að það er raunin og árangur meðferðarþega minna hefur verið hreint út sagt frábær, ekki síst þegar kemur að aðstoð vegna klámvanda.“ Sunnefa: „Þegar ég sjálf fór í dáleiðslu þá upplifði ég mjög miklar breytingar innra með mér, sem endurspegluðust síðan út í líf mitt á svo fallegan hátt. Mér fannst ég búin að uppgötva eitthvað stórkostlegt „leyndarmál”. Þegar maður sjálfur upplifir svona mikla heilun þá vill maður að fleiri fái að upplifa það sama. Ég vildi læra meira um þessa mögnuðu meðferð svo ég gæti hjálpað öðrum með sín verkefni í lífinu.“ Hverju breytti námið fyrir ykkur sjálf? Sunnefa: „Ég hætti að lifa bara af og fór að LIFA, sem sé að vera þátttakandi í lífinu. Ég hef í gegnum tíðina glímt við þunglyndi og kvíða og notað misgáfulegar aðferðir til að deyfa þá vanlíðan. Í náminu þá er farið í mjög djúpa sjálfsvinnu með því að vinna með undirvitundinni og gera breytingar á huganum. Helsta rótin að mínum áskorunum í lífinu hefur tengst því að ég upplifði ítrekað mikla höfnum sem barn frá nánum aðilum sem endurspeglaðist svo í mörg svið í mínu lífi. Þó að rökhugsunin segði mér að hegðun þessara aðila hafi ekki neitt með mig að gera þá náði ég aldrei að losna við þá lamandi tilfinningu að vera sjúklega hrædd við höfnum og það takmarkaði líf mitt verulega. Með því að nota Hugræna endurforritun var hægt að endurforrita huga minn og uppræta rót vandans. Ég upplifi þessa reynslu úr barnæsku ekki lengur sem hindrandi á neinn hátt, þvert í móti hefur hún styrkt mig þegar upp er staðið. Síðan er það hlutir eins og mataræði og hreyfing sem var mjög auðvelt að breyta með Hugrænni endurforritun. Ég t.d. hlakka til að fara út að hlaupa og líkaminn minn kallar á að borða hollari mat. Ég hef alltaf verið svolítið feimin og tilhugsunin um að tala fyrir framan hóp af fólki hefur alls ekki heillað mig. Hugræn endurforritun hefur aðstoðað mig við að stíga út fyrir þægindarammann. Ég er t.d. að fara halda erindi, sem er mér mjög kært, á ráðstefnu erlendis um sérstaka nálgun í hjúkrun fyrir fólk með heilabilun. Það hefði ekki hvarflað að mér fyrir tveimur árum síðan. Það hafa frábærir hlutir gerst í mínu lífi eftir námið og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Egill: „Námið og allt sem viðkemur Dáleiðsluskóla Íslands hefur umbreytt lífi mínu á ótrúlega marga vegu. Ég fékk ekki aðeins að vinna mikla sjálfsvinnu í náminu sjálfu heldur einnig að taka þátt í vinnu annarra nemenda og þeirra eigin vegferð sem er svo dýrmæt upplifun. Að náminu loknu hef ég upplifað sjálfsöryggi og innri frið sem ég hef ekki upplifað áður um leið og ég er meðvitaður um að ég hef núna tæki og tól til þess að veita öðrum þessa sömu upplifun, lausn frá huglægum óþarfa og vandamálum sem trufla daglegt líf.“ „Allir sem vilja lifa innihaldsríku og góðu lífi geta nýtt sér Hugræna endurforritun. Hún er t.d. mjög gagnleg fyrir fólk með kvíða, þunglyndi og svefnvanda,“ segir Sunnefa Lindudóttir. Hefur þú náð jafn góðum árangri fyrir aðra og þú upplifir sjálf/ur ? Sunnefa: „Já algjörlega! Það er fátt sem gleður mig jafn mikið eins og verða vitni að því þegar fólk losnar við fjötra sína og leyfir sér að vaxa. Það sem gleður mig mest af öllu er þegar fólk áttar sig á því að það geti verið sinn eiginn heilari. Það er alltaf lokamarkmið meðferðarinnar.“ Egill: „Alveg hiklaust og ef eitthvað er þá finnst mér stundum eins og skjólstæðingar mínir upplifi meiri árangur en ég hef sjálfur upplifað. Það er merkileg tilfinning. Að því sögðu er eiginlega fátt sem jafnast á við þá tilfinningu að fá skilaboð eftir meðferð um að daglegt líf sé verulega breytt til hins betra og oft á þann veg að viðkomandi á erfitt með að átta sig á því hversu mikinn létti hann getur upplifað í kjölfar Hugrænnar endurforritunar. Sú upplifun næst með einum tíma og í kjölfar annars tíma upplifir fólk mjög mikla sjálfsvitund og hugarró. Þetta er upplifun sem ég þreytist aldrei á að heyra af. Til lengri tíma litið verður það þó mitt helsta markmið að styðja við karlkyns hópa sem eiga við kynferðislegar áskoranir að stríða. Þetta getur verið klámvandi, risvandi, vandamál með kynhvöt og í raun hvað sem er á þessu sviði. Mér hefur lengi þótt vanta einhvern sem sérstaklega opnar fyrir þennan hóp og þegar ég sjálfur kom að tómum kofunum ákvað ég einfaldlega að fylla sjálfur þetta gat og hingað er ég kominn. Hugræn endurforritun og dáleiðslumeðferð passa fullkomlega inn í þessa vegferð.“ Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð? Sunnefa: „Allir sem vilja lifa innihaldsríku og góðu lífi geta nýtt sér Hugræna endurforritun. Hún er t.d. mjög gagnleg fyrir fólk með kvíða, þunglyndi og svefnvanda. Rannsóknir hafa líka sýnt að áföll hafa ekki bara áhrif á andlega heilsu fólks heldur líka líkamlega. Að vinna með áföll í gegnum undirvitundina getur hjálpað fólki með allskonar líkamlega kvilla eins og t.d. verki, vefjagigt og fleira. Fólk með fíknivanda er hópur sem er mér hugleikinn. Ég veit að það getur verið mjög gagnlegt fyrir einstakling með fíknivanda og nýta sér dáleiðslu. Mig langar til að biðla til fólks og stofnanna sem sinna meðferðarúrræðum að skoða þann möguleika að veita aðgang að dáleiðslumeðferð sem einn þátt í meðferðar prógramminu.“ Egill: „Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að nokkuð mannsbarn sé til sem gæti ekki notið góðs af Hugrænni endurforritun. Jafnvel þó að fólk telji sig ekki eiga við nein sérstök vandamál að stríða þá er engu að síður svo dýrmætt að kynnast undirvitundinni sinni, losa sig við huglægan óþarfa og jafnvel gera breytingar sem það langar að gera. Stundum snýst þetta líka um að vilja eitthvað öðruvísi og þetta er frábær leið til þess að gulltryggja slíkar breytingar.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 7. febrúar, 2025 Hægt er að bóka sig á daleidsla.is Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þau Egil og Sunnefu) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda.
Heilsa Dáleiðsla Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira