Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2024 14:31 María Thelma og Steinarr ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi. Ástin og lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.
Ástin og lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira