Lífið

Biskupsbústaðurinn seldur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Húsið er hið glæsilegasta.
Húsið er hið glæsilegasta. Vísir/Vilhelm

Biskupsbústaðurinn við Bergstaðastræti 75 er seldur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígði eftirmann sinn í embætti fyrir tæpum tveimur vikum er því síðasti biskupinn til að búa í húsinu. Félag í eigu Birnu Jennu Jónsdóttur fjárfestis keypti húsið.

Frá sölunni er greint á vef Morgunblaðsins, en þar segir að félag Birnu Jennu, EVB ehf. hafi fest kaup á húsinu, en það var sett á sölu í síðasta mánuði. 

Húsið var reist árið 1928 og er 488 fermetrar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið keypti húsið árið 1968 og átti það til ársins 1994, þegar Kirkjumálasjóður tók við því. Það hefur síðan 2021 verið í eigu Þjóðkirkjunnar. 

Biskup hefur búið á efri hæð hússins, en sú neðri hefur verið notuð undir móttökur, samkomur og veislur. Fram til ársins 2012 bjó biskup í bústaðnum endurgjaldslaust. Því var síðan breytt og biskupi gert að greiða leigu af bústaðnum. Árið 2017 sagðist Agnes greiða tæpar níutíu þúsund krónur á mánuði í leigu.

Hér að neðan má sjá nokkrar af myndunum sem prýddu fasteignaauglýsingu hússins.

Þetta er útsýnið sem tekur á móti gestum í forstofunni.Valhöll
Listaverk prýða veggi neðri hæðarinnar.Valhöll
Björt og rúmgóð stofa.Valhöll





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.