Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2024 08:02 Listin togaði í Einar Fal, lengi vel meðan hann var starfandi á Morgunblaðinu. Nú hefur hann tekið stökkið. vísir/rax Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins. Einar Falur var myndstjóri blaðsins á velmektarárum þess auk þess sem hann stýrði Lesbók Moggans sem margir listunnendur sakna sárt. Það lifir í rósrauðum bjarma minninganna. Innri togstreita einkenndi líf hans. Einar Falur er að senda frá sér einstaka bók – Útlit loptsins – og eiginlega er óhjákvæmilegt, áður en lengra er haldið, að spyrja um tilurð verksins? „Það má segja að bókin sé önnur birtingarmynd hryggjarsúlunnar í mjög viðamiklu myndlistarverkefni sem ég vann að í heilt ár. Hin er sýningin á verkefninu sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri 28. september næstkomandi. Þar mun ég þekja stóra salinn á efstu hæð safnsins með 366 verkum, dagbók heils árs, frá sumarsólstöðum 2022 að og með sumarsólstöðum ári síðar. Auk fleiri ljósmynda- og vídeóverka.“ Einar Falur dvaldi löngum stundum á Stykkishólmi við athuganir sínar, nánar tiltekið á Vatnasafninu. Hér er ein mynd úr bók hans.Einar Falur Einar Falur er á bólakafi í þessu verkefni nú um stundir. Í bókinni er dagbókin birt í heild, með formála eftir Jón Kalman Stefánsson, inngangi eftir Einar sjálfan og merkilegu og hrífandi ljóði eftir kanadísku skáldkonuna kunnu Anne Carson, sem er reyndar líka orðin íslenskur ríkisborgari. „Hún yrkir um veðrið í Stykkishólmi, og um Vatnasafn með verki Roi Horn – sem er líka orðinn íslenskur ríkisborgari og án efa einn þekktasti samtímalistamaðurinn um þessar mundir.“ Já! Við elskum þessa Íslandsvini og ekki sakar ef þeir eiga eitthvað undir sér. Þessar konur hefur Einar þekkt lengi og hann ýkir ekki þegar hann talar um velgengni þeirra. Carson til að mynda hefur lengi verið orðuð við Nóbelsverðlaunin. Hún keypti sér íbúð á samt manni sínum í Vesturbænum skömmu fyrir Covid-19. Festist hér og lét sér vel líka. Einar Falur fulltrúi í alþjóðlegum veðurathugunarhópi En tilurðin já. „Nefnd á vegum myndlistarmiðstöðvar bauð mér snemma árs 2022 að vera fulltrúi Íslands í fjölþjóðlegu verkefni 28 myndlistarmiðstöðva í jafn mörgum löndum, Veðurneti heimsins – WorldWeatherNetwork.org. Verkefnið þótti mér strax áhugavert, mér var boðið að hefja vegferðina sem staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi og vinna verk um veðrið, hvernig sem ég vildi. Listamaðurinn Einar Falur í hengirúmi úti í garði. vísir/rax Það var áhugavert að sitja undirbúningfundi á netinu með lista- og vísindamönnum sem mönnuðu hinar „veðurstöðvarnar“ í hinum ýmsu löndum og allir sköpuðu spennandi verk, afskaplega ólík, og allir birtu fréttir af þeim eða einhverja hluta á vefsíðu Veðurnetsins eða á samfélagsmiðlum.“ Á þessu ári starfaði Einar Falur í tvígang í þrjá mánuði í Vatnasafni í Stykkishólmi og í þessari veðurdagbók, sem er undirstaðan að öllum hinum verkunum sem Einar Falur skóp meðfram, kallast hann á við Árna Thorlacius kaupmann og útgerðarmann í Hólminum sem fyrstur Íslendinga byrjaði að skrásetja veðrið. „Það gerði hann sex sinnum á dag í um 40 ár!“ segir Einar Falur. „Hann fór upp á Bókhlöðuhöfðann og „tók veðrið“, með þeim bestu athugunartækjum sem honum stóðu til boða – með hlutlægum hætti skráði hann hitastig, vindátt og vindstyrk, úrkomu og loftþrýsting. En síðasti dálkur hverrar færslu var hins vegar huglægur, hann kallaði það Útlit loptsins og þar lýsir Árni skýjafarinu. Sem var auðvitað hans mat á himninum fyrir ofan hann.“ Listamaðurinn Einar Falur, ekki vísindamaðurinn Einar Falur Og þaðan kemur svo nafn bókar Einars Fals sem lesendum á eftir að þykja forvitnileg afurð. En hvernig er þetta unnið? „Ég kaus þetta ár að halda líka veðurdagbók. Á hádegi hvern dag tók ég ljósmynd af himninum, með mínum hætti, og sýni líka hvað var fyrir framan mig á hverjum þeim stað sem ég var staddur á. Þá birti ég færslu Árna frá hádegi á sama degi, bara 170 árum fyrr – á árunum 1852 og ´53, og loks veðurfærsluna frá hinni opinberu veðurstöð hvar sem ég var staddur. Hvert verkanna 366 samanstendur því af þessum þremur þáttum. Og ég býð áhorfendum að lesa úr þeim, veðrið þá og nú.“ Höfundi bregður sjálfum fyrir í bók sinni. Hér er sjálfsmynd. En áherslan er á útlit loptsins, skýjafarið.Einar Falur Einar Falur tekur skýrt fram að hann nálgist þetta sem listamaður, ekki sem vísindamaður, sem veitir honum vitaskuld frelsi sem einhverjir myndu ef til vill skrifa á ábyrgðarleysi. Ef við bíðum aðeins með þetta. Áður en lengra er haldið. Þú ert ljósmyndari, og kennir hana í Ljósmyndaskólanum, blaðamaður, lærður í bókmenntafræði en ert einkum að fjalla um listir í Morgunblaðinu. Svo er eins og eitthvað gerist og þú stígur skrefið? „Já, ég var búinn að vera tengdur Morgunblaðinu í 40 ár þegar ég tók skrefið um áramótin fyrir næstum tveimur árum og hætti. Og þá einmitt til að helga mig þessu veðurverkefni óskiptur næsta hálfa árið á eftir.“ Gegnheill Moggamaður Og Einar Falur lýgur engu um að ræturnar liggja á Morgunblaðinu. „Ég byrjaði sem fréttaritari blaðsins í Keflavík 15 ára, skrifaði fréttir og myndaði, varð líka strax íþróttaljósmyndari, lærði svo bókmenntafræði en vann með á Mogga. Varð svo menningarblaðamaður – sá um Menningarblað blaðsins á laugardögum ásamt öðrum Keflvíkingi, Súsönnu Svavarsdóttur, á árunum 1990 til 1992 og myndaði það líka.“ Einar Falur kynnst þá merkilegum bandarískum ljósmyndara, Mary Ellen Mark, sem var einn mikilvægasti heimildaljósmyndari sögunnar. „Hún varð afar kær vinur og segja má að hún hafi kallað okkur konu mína, Ingibjörgu Jóhannsdóttur, yfir til New York þar sem við lukum bæði meistaranámi í myndlist. Ég bætti líka við mig námskeiðum í myndstjórnun og eftir að hafa starfað um tíma í lausamennsku í New York, við að ljósmynda fyrir tímarit og prenta myndir í myrkraherberginu fyrir einn þekktasta tískuljósmyndara þess tíma, Patrick Demarchelier, þá buðu ritstjórar Moggans, Styrmir og Matthías, mér að snúa heim og taka að mér nýja stöðu, verða myndstjóri blaðsins; að bera ábyrgð á myndbirtingum og ljósmyndadeild blaðsins, sem var mjög spennandi enda var þetta sannkölluð gullöld á blaðinu sem stóð fram yfir aldamótin.“ Það var komið að því að taka stökkið Einar Falur starfaði sem myndstjóri Morgunblaðsins í 12 ár, sem fellur undir velmektarár blaðsins en ljósmyndadeildin þar var rómuð. „Ég hætti 2007 þegar ég fékk í fyrsta skipti listamannalaun til að vinna að stóru verkefni fyrir Listasafn Reykjanesbæjar. Síðan toguðust mín skapandi ljósmyndun og blaðamennskan á í mér, og áttu ágæta samleið lengi; ég stýrði menningunni á Morgunblaðinu í allmörg ár áður en ég hætti, og naut þess. En tilvistarvandi? Ég er ekki viss um að það sé orðið, en dagvinnan var óneitanlega farin að flækjast talsvert fyrir kölluninni sem listaræna vinnan óneitanlega er.“ Einar Falur segir að þrátt fyrir að lestrarkannanir sýni stöðugt að eftirspurn lesenda eftir umfjöllum um listir og menningu sé veruleg þá falli slíkt efni milli stafs og hurðar í hinum nýju stafrænu miðlum.vísir/rax Einar Falur heldur reyndar sambandinu við Morgunblaðinu en lauslega þó. Hann ritar enn ritdóma í blaðið og segir það skemmtilegt, það haldi sér í góðum lestrartakti. En það hlýtur þá að hafa verið ákveðin togstreyta, þegar þú ert í að fjalla um, en ekki skapa? „Jú, vissulega hefur togstreitan verið til staðar en segja ekki markþjálfarnir að tímastjórnun þurfi að vera góð!“ Og þetta hefur verið rétta andartakið eftir allan þennan tíma? „Já, það var komið að þessu og hafði satt best að segja staðið til í dágóðan tíma; hugmyndirnar þurftu að fá útrás, óskiptar.“ Veit ekki hvernig bókin flokkast af bókavörðum „Ég hef alltaf unnið skipulega og mín ljósmynda- og bókaverkefni nú í nær tvo áratugi hafa byggst á því sem ég kalla að móta handrit áður en tökur hefjast. Mikil heimildavinna og undirbúningur, þannig að þegar tími hefur gefist til þá hef ég unnið mjög skipulega. Og svo naut ég þess líka, og er þakklátur fyrir að vinnuveitendur sýndu þessu grúski mínu skilning og ég var langdvölum í launalausum leyfum. En ég náði að gera allmargar bækur og sýningar samhliða blaðamennskunni.“ Einar Falur hlær að þessari vitleysu með Bjartsklíkuna ógurlegu. En meðlimir úr þeirri „meintu“ klíku bregður fyrir í bókinni. Þarna getur að líta Jón Kaldal, Magnús Ásgeirsson, Snæbjörn Arngrímsson og Jón Kalman sem ritar formála.Einar Falur Hvernig skilgreinir þú Útlit loptsins? Þú talar um að þú sért listamaður, sem ég auðvitað geri engar athugasemdir við en þú ert líka lærður í bókmenntafræði þar sem menn fást meðal annars við flokkanir; hvernig er þessi bók skrásett á bókasafninu? „Þetta er góð spurning sem ég hef ekkert einhlítt svar við! Ég gæti trúað að á einhverjum söfnum verði bókin sett með listaverkabókum en með bókum um veðrið í öðrum. En þannig hafa mínar bækur verið, samspil ljósmynda, texta og stundum myndverka annarra listamanna.“ Einar Falur hugsar sig um. „Ég vann áður með Crymogeu Kristjáns B. Jónassonar, sem var afar skemmtilegt, því Kristján gaf út fallegar bækur; hjá honum gerði ég stór bókverk um ferðalög mín í fótspor látinna listamanna, Collingwoods og Johannesar Larsens, en líka bók með ferðafrásögnum og ljósmyndum en ég hef lengi verið unnandi ferðasagnaformsins.“ Uppgangur í útgáfu myndrænna miðla „Nú vinn ég hins vegar með nýju forlagi, Kind útgáfu sem fyrrum samstarfsmaður, Þröstur Helgason sem var lengi með Lesbók Morgunblaðsins og bar síðar ábyrgð á Rás 1, stýrir. Þröstur hefur fallega sýn á vel mótað bókverk sem mér finnst mikilvægt. Á sama tíma og upplagstölur prentaðra textabóka dragast saman úr um heimsbyggðina þá er gríðarlegur og spennandi uppgangur í útgáfu allskyns bókverka með ljósmyndun og aðra skapandi myndræna miðla. Erlendis tala sérfræðingar um gullöld á því sviði, og það er form sem ég nýt þess að vinna með.“ Ég velti fyrir mér, í þessu sambandi, auðvitað hefur fjölmiðlun tekið ótrúlegum stakkaskiptum á til þess að gera skömmum tíma. Og margir listamenn kvarta hástöfum undan því að umfjöllun um list sé að hverfa þaðan; hver er þín skoðun á því nú þegar þú ert kominn þeim megin girðingar? „Það er rétt, ég hef verið til skiptis sitthvoru megin við þá girðingu. Vann lengi sem menningarblaðamaður, og með metnaðarfullu samstarfsfólki sem reyndi að fjalla faglega um stefnur, strauma og viðburði í menningarlífinu. Einar Falur rýnir í himininn, útlit loptsins. Einar hefur reyndar ætíð verið áhugasemur um hin ýmsu veðrabrigði.vísir/rax Ég er líka ástríðufullur neytandi menningarefnis í öðrum fjölmiðlum og með áskrift að þeim allnokkrum erlendum. Umfjöllun fjölmiðla um listir og menningu er gríðarlega mikilvægur þáttur í menningarlífi þeirra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við.“ Hefur engan áhuga á miðlum sem láta menninguna lönd og leið Og Einar Falur rifjar upp að lesendakannanir áskriftarmiðla hér á landi og í nágrannalöndum segi alltaf það sama, nú og fyrir 30 árum, 13 til 15 prósent lesenda sæki fyrst og fremst í miðlana vegna menningarumfjöllunar. „Mér finnst það há tala en einhverjum markaðsskrifstofum líklega lág; því er umfjöllun sumra miðla um menninguna lítil sem engin. Ég hef ekki áhuga á slíkum miðlum, enda átta stjórnendur þeirra sig ekki á því að gæði listamanna og menningarlífs er mælikvarði á lífvænleika og gæði lífsins í samfélaginu. Listamenn eru líka alltaf að bregðast við umhverfinu á einhvern hátt, misaugljósan vissulega, og eru andlit þjóðar.“ Einar Falur bætir því við að á móti komi að menningarumfjöllun hafi átt í vaxandi erfiðleikum á miðlum sem virðast ekki vita hvernig þeir geti fótað sig í stafrænum heim þar sem athygli almennings er út um allt og hvergi. Gott og vel. En aftur að bókinni, þó þú sért listamaður þá eru væntanlega einhverjar niðurstöður sem bók þín leiðir fram; skráning á veðurfarið daglega í heilt ár? Og þær niðurstöður bornar saman við niðurstöður Árna? Erum við í raunverulegri loftslagsvá eða hvað er eiginlega að frétta? „Listamaðurinn hefur frelsi til að setja hluti fram sem vísindamaðurinn getur ekki, og það er einn þáttur í því hvað Veðurnet heimsins var spennandi fyrirbæri. Ég hika við að túlka muninn sem er á veðrinu hjá mér og Árna 170 árum fyrr: Stundum var endalaus stormbeljandi hjá honum og frostið grimmt, meðan það lullaði kannski við frostmarkið í núinu. En svo koma líka dagar þegar himininn yfir honum var „heiðbjartur“ en kuldaþræsingur hjá mér.“ Loftslagsváin er sannarlega raunveruleg Og Einar Falur bendir á annað sem gerir hina strangvísindalegu nálgun erfiða. „Árni var bundinn við Hólminn að mestu þessi 40 ár en eins og sannur nútímamaður í velmegunarsamfélagi þá var ég á fartinni; kallaðist kannski á við færslu hans í Hólminum einn daginn en í Finnlandi þann næsta, þegar ég var þar að setja upp sýningu. Dæmigerð síða úr Útlit loptsins, að þessu sinni frá Tjörninni í Reykjavík.Einar Falur Á einum fundi var ég einn um að geta sagt að hiti hjá mér þann mánuðinn væri undir meðaltali, kuldapollurinn fyrir sunnan land hafði fágæt kælandi áhrif á okkur hér norður frá, svo margir hér telja einarðir staðreyndir málsins eitthvað bull; hjá hinum 27 var hann yfir meðaltalinu. Það er skelfileg staðreynd, sem Árna Thorlaciusi hefði heldur ekki litist á árið 1852.“ Veðurnetið var sett á rek til að takast á við upplifun listamanna í ólíkum löndum. Einar segir sláandi að sitja fundi með fólki á Arabíuskaganum, Afríku og Austurlöndum fjær sem allt sagði sömu söguna: „Hitar meiri en nokkru sinni, rigningar þegar aldrei hafði rignt og miklu meiri þurrkar, ástand sem kippir fótunum undan lífi fólks svo skelfilega víða. Á einum fundi var ég einn um að geta sagt að hiti hjá mér þann mánuðinn væri undir meðaltali. Hjá hinum 27 var hann yfir meðaltalinu.“ Bjartsklíkan sjaldnast langt undan Þó niðurstöður Einars Fals geti reynst „loftslagsafneiturum“ fjársjóður þarf ekki annað en horfa út fyrir túnfótinn til að átta sig á því að slíkt er aðeins til heimabrúks. En yfir í léttari sálma. Einar Falur myndaði himinninn nákvæmlega klukkan 12 í heilt ár. Þó þú sért að mynda landslag skýjanna, útlit loptsins, þá eru nokkrar myndir þar sem getur að líta nokkra meðlimi hinnar voðalegu Bjartsklíku? Einar Falur er nú meðal annars að undirbúa mikla sýningu sem verður á Akureyri og svo er það bara Indland, takk fyrir og bæ.vísir/rax „Þessi meinta Bjartsklíka eru nú bara afar kærir vinir mínir sem svo vildi til að voru með mér á hádegi einhverja daga en þá varð ég að taka mynd af því sem var fyrir framan mig undir hinunum, og því lentu þeirri á mynd. Fyrir vikið er talsvert af portrettum í bókinni, svo sem af Jóni Kalman og Þorsteini J, sem þú átt væntanlega við sem félögum í meintri klíku.“ Meintri klíku? Menn hafa ritað heilsíðugreinar um þennan hóp sem hefur seilst eftir yfirráðum í menningarmálum þjóðarinnar? Einar Falur hlær að þessari vitleysu. „Nú, Ingibjörgu konu minni og dætrum okkar bregður fyrir, Helgi Þorgils Friðjónsson er þarna, Spessi, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Örn Karlsson nágranni minn og miklu fleiri – þetta er jú dagbók mín í heilt ár.“ Hvað er svo framundan hjá listamanninum Einari Fali? „Það er heldur betur margt framundan!“ Á leið til Indlands í fríðu föruneyti Einar Falur þarf ekki að gá í dagbók sína til að kanna það. Hann þylur upp þau verkefni sem standa fyrir dyrum. Hann situr ekki auðum höndum. „Ég mun athuga veðrið á ólíkum slóðum, en ekki með annað slíkt sýningarverk í huga. Strax eftir útgáfu Veðurdagbókarinnar og opnun sýningarinnar þann 28. flýg ég suður til Indlands, í vinnustofuna þar sem ég hef dvalið og starfað á haustin í hinni helgu borg Varanasi í allnokkur ár.“ Indland er í miklu uppáhaldi hjá Einari Fal sem dásamar menninguna þar og mannþröngina. Og hann verður ekki einn. „Nei. Með mér nú verður seinni hluti hóps listamanna sem saman vinnum að stórri sýningu, „Meðal Guða og manna: Íslenskir listamenn í Varanasi“ sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í febrúar. Með mér í hópnum eru Margrét H. Blöndal, Sigurður Árni Sigurðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Guðjón Ketilsson og Eygló Harðardóttir.“ En áður en til þess kemur verður Einar Falur með á samsýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Ljósmyndadögum í janúar. „Loks er ég með einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafns í mars. Þar feta ég í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, fyrsta íslenska ljósmyndarans, en að því verkefni hef ég unnið ein fimm ár og þá kemur líka út bók.“ Einar Falur dæsir við tilhugsunina: „Já, það er því alltof mikið framundan.“ Höfundatal Loftslagsmál Bókaútgáfa Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Einar Falur var myndstjóri blaðsins á velmektarárum þess auk þess sem hann stýrði Lesbók Moggans sem margir listunnendur sakna sárt. Það lifir í rósrauðum bjarma minninganna. Innri togstreita einkenndi líf hans. Einar Falur er að senda frá sér einstaka bók – Útlit loptsins – og eiginlega er óhjákvæmilegt, áður en lengra er haldið, að spyrja um tilurð verksins? „Það má segja að bókin sé önnur birtingarmynd hryggjarsúlunnar í mjög viðamiklu myndlistarverkefni sem ég vann að í heilt ár. Hin er sýningin á verkefninu sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri 28. september næstkomandi. Þar mun ég þekja stóra salinn á efstu hæð safnsins með 366 verkum, dagbók heils árs, frá sumarsólstöðum 2022 að og með sumarsólstöðum ári síðar. Auk fleiri ljósmynda- og vídeóverka.“ Einar Falur dvaldi löngum stundum á Stykkishólmi við athuganir sínar, nánar tiltekið á Vatnasafninu. Hér er ein mynd úr bók hans.Einar Falur Einar Falur er á bólakafi í þessu verkefni nú um stundir. Í bókinni er dagbókin birt í heild, með formála eftir Jón Kalman Stefánsson, inngangi eftir Einar sjálfan og merkilegu og hrífandi ljóði eftir kanadísku skáldkonuna kunnu Anne Carson, sem er reyndar líka orðin íslenskur ríkisborgari. „Hún yrkir um veðrið í Stykkishólmi, og um Vatnasafn með verki Roi Horn – sem er líka orðinn íslenskur ríkisborgari og án efa einn þekktasti samtímalistamaðurinn um þessar mundir.“ Já! Við elskum þessa Íslandsvini og ekki sakar ef þeir eiga eitthvað undir sér. Þessar konur hefur Einar þekkt lengi og hann ýkir ekki þegar hann talar um velgengni þeirra. Carson til að mynda hefur lengi verið orðuð við Nóbelsverðlaunin. Hún keypti sér íbúð á samt manni sínum í Vesturbænum skömmu fyrir Covid-19. Festist hér og lét sér vel líka. Einar Falur fulltrúi í alþjóðlegum veðurathugunarhópi En tilurðin já. „Nefnd á vegum myndlistarmiðstöðvar bauð mér snemma árs 2022 að vera fulltrúi Íslands í fjölþjóðlegu verkefni 28 myndlistarmiðstöðva í jafn mörgum löndum, Veðurneti heimsins – WorldWeatherNetwork.org. Verkefnið þótti mér strax áhugavert, mér var boðið að hefja vegferðina sem staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi og vinna verk um veðrið, hvernig sem ég vildi. Listamaðurinn Einar Falur í hengirúmi úti í garði. vísir/rax Það var áhugavert að sitja undirbúningfundi á netinu með lista- og vísindamönnum sem mönnuðu hinar „veðurstöðvarnar“ í hinum ýmsu löndum og allir sköpuðu spennandi verk, afskaplega ólík, og allir birtu fréttir af þeim eða einhverja hluta á vefsíðu Veðurnetsins eða á samfélagsmiðlum.“ Á þessu ári starfaði Einar Falur í tvígang í þrjá mánuði í Vatnasafni í Stykkishólmi og í þessari veðurdagbók, sem er undirstaðan að öllum hinum verkunum sem Einar Falur skóp meðfram, kallast hann á við Árna Thorlacius kaupmann og útgerðarmann í Hólminum sem fyrstur Íslendinga byrjaði að skrásetja veðrið. „Það gerði hann sex sinnum á dag í um 40 ár!“ segir Einar Falur. „Hann fór upp á Bókhlöðuhöfðann og „tók veðrið“, með þeim bestu athugunartækjum sem honum stóðu til boða – með hlutlægum hætti skráði hann hitastig, vindátt og vindstyrk, úrkomu og loftþrýsting. En síðasti dálkur hverrar færslu var hins vegar huglægur, hann kallaði það Útlit loptsins og þar lýsir Árni skýjafarinu. Sem var auðvitað hans mat á himninum fyrir ofan hann.“ Listamaðurinn Einar Falur, ekki vísindamaðurinn Einar Falur Og þaðan kemur svo nafn bókar Einars Fals sem lesendum á eftir að þykja forvitnileg afurð. En hvernig er þetta unnið? „Ég kaus þetta ár að halda líka veðurdagbók. Á hádegi hvern dag tók ég ljósmynd af himninum, með mínum hætti, og sýni líka hvað var fyrir framan mig á hverjum þeim stað sem ég var staddur á. Þá birti ég færslu Árna frá hádegi á sama degi, bara 170 árum fyrr – á árunum 1852 og ´53, og loks veðurfærsluna frá hinni opinberu veðurstöð hvar sem ég var staddur. Hvert verkanna 366 samanstendur því af þessum þremur þáttum. Og ég býð áhorfendum að lesa úr þeim, veðrið þá og nú.“ Höfundi bregður sjálfum fyrir í bók sinni. Hér er sjálfsmynd. En áherslan er á útlit loptsins, skýjafarið.Einar Falur Einar Falur tekur skýrt fram að hann nálgist þetta sem listamaður, ekki sem vísindamaður, sem veitir honum vitaskuld frelsi sem einhverjir myndu ef til vill skrifa á ábyrgðarleysi. Ef við bíðum aðeins með þetta. Áður en lengra er haldið. Þú ert ljósmyndari, og kennir hana í Ljósmyndaskólanum, blaðamaður, lærður í bókmenntafræði en ert einkum að fjalla um listir í Morgunblaðinu. Svo er eins og eitthvað gerist og þú stígur skrefið? „Já, ég var búinn að vera tengdur Morgunblaðinu í 40 ár þegar ég tók skrefið um áramótin fyrir næstum tveimur árum og hætti. Og þá einmitt til að helga mig þessu veðurverkefni óskiptur næsta hálfa árið á eftir.“ Gegnheill Moggamaður Og Einar Falur lýgur engu um að ræturnar liggja á Morgunblaðinu. „Ég byrjaði sem fréttaritari blaðsins í Keflavík 15 ára, skrifaði fréttir og myndaði, varð líka strax íþróttaljósmyndari, lærði svo bókmenntafræði en vann með á Mogga. Varð svo menningarblaðamaður – sá um Menningarblað blaðsins á laugardögum ásamt öðrum Keflvíkingi, Súsönnu Svavarsdóttur, á árunum 1990 til 1992 og myndaði það líka.“ Einar Falur kynnst þá merkilegum bandarískum ljósmyndara, Mary Ellen Mark, sem var einn mikilvægasti heimildaljósmyndari sögunnar. „Hún varð afar kær vinur og segja má að hún hafi kallað okkur konu mína, Ingibjörgu Jóhannsdóttur, yfir til New York þar sem við lukum bæði meistaranámi í myndlist. Ég bætti líka við mig námskeiðum í myndstjórnun og eftir að hafa starfað um tíma í lausamennsku í New York, við að ljósmynda fyrir tímarit og prenta myndir í myrkraherberginu fyrir einn þekktasta tískuljósmyndara þess tíma, Patrick Demarchelier, þá buðu ritstjórar Moggans, Styrmir og Matthías, mér að snúa heim og taka að mér nýja stöðu, verða myndstjóri blaðsins; að bera ábyrgð á myndbirtingum og ljósmyndadeild blaðsins, sem var mjög spennandi enda var þetta sannkölluð gullöld á blaðinu sem stóð fram yfir aldamótin.“ Það var komið að því að taka stökkið Einar Falur starfaði sem myndstjóri Morgunblaðsins í 12 ár, sem fellur undir velmektarár blaðsins en ljósmyndadeildin þar var rómuð. „Ég hætti 2007 þegar ég fékk í fyrsta skipti listamannalaun til að vinna að stóru verkefni fyrir Listasafn Reykjanesbæjar. Síðan toguðust mín skapandi ljósmyndun og blaðamennskan á í mér, og áttu ágæta samleið lengi; ég stýrði menningunni á Morgunblaðinu í allmörg ár áður en ég hætti, og naut þess. En tilvistarvandi? Ég er ekki viss um að það sé orðið, en dagvinnan var óneitanlega farin að flækjast talsvert fyrir kölluninni sem listaræna vinnan óneitanlega er.“ Einar Falur segir að þrátt fyrir að lestrarkannanir sýni stöðugt að eftirspurn lesenda eftir umfjöllum um listir og menningu sé veruleg þá falli slíkt efni milli stafs og hurðar í hinum nýju stafrænu miðlum.vísir/rax Einar Falur heldur reyndar sambandinu við Morgunblaðinu en lauslega þó. Hann ritar enn ritdóma í blaðið og segir það skemmtilegt, það haldi sér í góðum lestrartakti. En það hlýtur þá að hafa verið ákveðin togstreyta, þegar þú ert í að fjalla um, en ekki skapa? „Jú, vissulega hefur togstreitan verið til staðar en segja ekki markþjálfarnir að tímastjórnun þurfi að vera góð!“ Og þetta hefur verið rétta andartakið eftir allan þennan tíma? „Já, það var komið að þessu og hafði satt best að segja staðið til í dágóðan tíma; hugmyndirnar þurftu að fá útrás, óskiptar.“ Veit ekki hvernig bókin flokkast af bókavörðum „Ég hef alltaf unnið skipulega og mín ljósmynda- og bókaverkefni nú í nær tvo áratugi hafa byggst á því sem ég kalla að móta handrit áður en tökur hefjast. Mikil heimildavinna og undirbúningur, þannig að þegar tími hefur gefist til þá hef ég unnið mjög skipulega. Og svo naut ég þess líka, og er þakklátur fyrir að vinnuveitendur sýndu þessu grúski mínu skilning og ég var langdvölum í launalausum leyfum. En ég náði að gera allmargar bækur og sýningar samhliða blaðamennskunni.“ Einar Falur hlær að þessari vitleysu með Bjartsklíkuna ógurlegu. En meðlimir úr þeirri „meintu“ klíku bregður fyrir í bókinni. Þarna getur að líta Jón Kaldal, Magnús Ásgeirsson, Snæbjörn Arngrímsson og Jón Kalman sem ritar formála.Einar Falur Hvernig skilgreinir þú Útlit loptsins? Þú talar um að þú sért listamaður, sem ég auðvitað geri engar athugasemdir við en þú ert líka lærður í bókmenntafræði þar sem menn fást meðal annars við flokkanir; hvernig er þessi bók skrásett á bókasafninu? „Þetta er góð spurning sem ég hef ekkert einhlítt svar við! Ég gæti trúað að á einhverjum söfnum verði bókin sett með listaverkabókum en með bókum um veðrið í öðrum. En þannig hafa mínar bækur verið, samspil ljósmynda, texta og stundum myndverka annarra listamanna.“ Einar Falur hugsar sig um. „Ég vann áður með Crymogeu Kristjáns B. Jónassonar, sem var afar skemmtilegt, því Kristján gaf út fallegar bækur; hjá honum gerði ég stór bókverk um ferðalög mín í fótspor látinna listamanna, Collingwoods og Johannesar Larsens, en líka bók með ferðafrásögnum og ljósmyndum en ég hef lengi verið unnandi ferðasagnaformsins.“ Uppgangur í útgáfu myndrænna miðla „Nú vinn ég hins vegar með nýju forlagi, Kind útgáfu sem fyrrum samstarfsmaður, Þröstur Helgason sem var lengi með Lesbók Morgunblaðsins og bar síðar ábyrgð á Rás 1, stýrir. Þröstur hefur fallega sýn á vel mótað bókverk sem mér finnst mikilvægt. Á sama tíma og upplagstölur prentaðra textabóka dragast saman úr um heimsbyggðina þá er gríðarlegur og spennandi uppgangur í útgáfu allskyns bókverka með ljósmyndun og aðra skapandi myndræna miðla. Erlendis tala sérfræðingar um gullöld á því sviði, og það er form sem ég nýt þess að vinna með.“ Ég velti fyrir mér, í þessu sambandi, auðvitað hefur fjölmiðlun tekið ótrúlegum stakkaskiptum á til þess að gera skömmum tíma. Og margir listamenn kvarta hástöfum undan því að umfjöllun um list sé að hverfa þaðan; hver er þín skoðun á því nú þegar þú ert kominn þeim megin girðingar? „Það er rétt, ég hef verið til skiptis sitthvoru megin við þá girðingu. Vann lengi sem menningarblaðamaður, og með metnaðarfullu samstarfsfólki sem reyndi að fjalla faglega um stefnur, strauma og viðburði í menningarlífinu. Einar Falur rýnir í himininn, útlit loptsins. Einar hefur reyndar ætíð verið áhugasemur um hin ýmsu veðrabrigði.vísir/rax Ég er líka ástríðufullur neytandi menningarefnis í öðrum fjölmiðlum og með áskrift að þeim allnokkrum erlendum. Umfjöllun fjölmiðla um listir og menningu er gríðarlega mikilvægur þáttur í menningarlífi þeirra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við.“ Hefur engan áhuga á miðlum sem láta menninguna lönd og leið Og Einar Falur rifjar upp að lesendakannanir áskriftarmiðla hér á landi og í nágrannalöndum segi alltaf það sama, nú og fyrir 30 árum, 13 til 15 prósent lesenda sæki fyrst og fremst í miðlana vegna menningarumfjöllunar. „Mér finnst það há tala en einhverjum markaðsskrifstofum líklega lág; því er umfjöllun sumra miðla um menninguna lítil sem engin. Ég hef ekki áhuga á slíkum miðlum, enda átta stjórnendur þeirra sig ekki á því að gæði listamanna og menningarlífs er mælikvarði á lífvænleika og gæði lífsins í samfélaginu. Listamenn eru líka alltaf að bregðast við umhverfinu á einhvern hátt, misaugljósan vissulega, og eru andlit þjóðar.“ Einar Falur bætir því við að á móti komi að menningarumfjöllun hafi átt í vaxandi erfiðleikum á miðlum sem virðast ekki vita hvernig þeir geti fótað sig í stafrænum heim þar sem athygli almennings er út um allt og hvergi. Gott og vel. En aftur að bókinni, þó þú sért listamaður þá eru væntanlega einhverjar niðurstöður sem bók þín leiðir fram; skráning á veðurfarið daglega í heilt ár? Og þær niðurstöður bornar saman við niðurstöður Árna? Erum við í raunverulegri loftslagsvá eða hvað er eiginlega að frétta? „Listamaðurinn hefur frelsi til að setja hluti fram sem vísindamaðurinn getur ekki, og það er einn þáttur í því hvað Veðurnet heimsins var spennandi fyrirbæri. Ég hika við að túlka muninn sem er á veðrinu hjá mér og Árna 170 árum fyrr: Stundum var endalaus stormbeljandi hjá honum og frostið grimmt, meðan það lullaði kannski við frostmarkið í núinu. En svo koma líka dagar þegar himininn yfir honum var „heiðbjartur“ en kuldaþræsingur hjá mér.“ Loftslagsváin er sannarlega raunveruleg Og Einar Falur bendir á annað sem gerir hina strangvísindalegu nálgun erfiða. „Árni var bundinn við Hólminn að mestu þessi 40 ár en eins og sannur nútímamaður í velmegunarsamfélagi þá var ég á fartinni; kallaðist kannski á við færslu hans í Hólminum einn daginn en í Finnlandi þann næsta, þegar ég var þar að setja upp sýningu. Dæmigerð síða úr Útlit loptsins, að þessu sinni frá Tjörninni í Reykjavík.Einar Falur Á einum fundi var ég einn um að geta sagt að hiti hjá mér þann mánuðinn væri undir meðaltali, kuldapollurinn fyrir sunnan land hafði fágæt kælandi áhrif á okkur hér norður frá, svo margir hér telja einarðir staðreyndir málsins eitthvað bull; hjá hinum 27 var hann yfir meðaltalinu. Það er skelfileg staðreynd, sem Árna Thorlaciusi hefði heldur ekki litist á árið 1852.“ Veðurnetið var sett á rek til að takast á við upplifun listamanna í ólíkum löndum. Einar segir sláandi að sitja fundi með fólki á Arabíuskaganum, Afríku og Austurlöndum fjær sem allt sagði sömu söguna: „Hitar meiri en nokkru sinni, rigningar þegar aldrei hafði rignt og miklu meiri þurrkar, ástand sem kippir fótunum undan lífi fólks svo skelfilega víða. Á einum fundi var ég einn um að geta sagt að hiti hjá mér þann mánuðinn væri undir meðaltali. Hjá hinum 27 var hann yfir meðaltalinu.“ Bjartsklíkan sjaldnast langt undan Þó niðurstöður Einars Fals geti reynst „loftslagsafneiturum“ fjársjóður þarf ekki annað en horfa út fyrir túnfótinn til að átta sig á því að slíkt er aðeins til heimabrúks. En yfir í léttari sálma. Einar Falur myndaði himinninn nákvæmlega klukkan 12 í heilt ár. Þó þú sért að mynda landslag skýjanna, útlit loptsins, þá eru nokkrar myndir þar sem getur að líta nokkra meðlimi hinnar voðalegu Bjartsklíku? Einar Falur er nú meðal annars að undirbúa mikla sýningu sem verður á Akureyri og svo er það bara Indland, takk fyrir og bæ.vísir/rax „Þessi meinta Bjartsklíka eru nú bara afar kærir vinir mínir sem svo vildi til að voru með mér á hádegi einhverja daga en þá varð ég að taka mynd af því sem var fyrir framan mig undir hinunum, og því lentu þeirri á mynd. Fyrir vikið er talsvert af portrettum í bókinni, svo sem af Jóni Kalman og Þorsteini J, sem þú átt væntanlega við sem félögum í meintri klíku.“ Meintri klíku? Menn hafa ritað heilsíðugreinar um þennan hóp sem hefur seilst eftir yfirráðum í menningarmálum þjóðarinnar? Einar Falur hlær að þessari vitleysu. „Nú, Ingibjörgu konu minni og dætrum okkar bregður fyrir, Helgi Þorgils Friðjónsson er þarna, Spessi, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Örn Karlsson nágranni minn og miklu fleiri – þetta er jú dagbók mín í heilt ár.“ Hvað er svo framundan hjá listamanninum Einari Fali? „Það er heldur betur margt framundan!“ Á leið til Indlands í fríðu föruneyti Einar Falur þarf ekki að gá í dagbók sína til að kanna það. Hann þylur upp þau verkefni sem standa fyrir dyrum. Hann situr ekki auðum höndum. „Ég mun athuga veðrið á ólíkum slóðum, en ekki með annað slíkt sýningarverk í huga. Strax eftir útgáfu Veðurdagbókarinnar og opnun sýningarinnar þann 28. flýg ég suður til Indlands, í vinnustofuna þar sem ég hef dvalið og starfað á haustin í hinni helgu borg Varanasi í allnokkur ár.“ Indland er í miklu uppáhaldi hjá Einari Fal sem dásamar menninguna þar og mannþröngina. Og hann verður ekki einn. „Nei. Með mér nú verður seinni hluti hóps listamanna sem saman vinnum að stórri sýningu, „Meðal Guða og manna: Íslenskir listamenn í Varanasi“ sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í febrúar. Með mér í hópnum eru Margrét H. Blöndal, Sigurður Árni Sigurðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Guðjón Ketilsson og Eygló Harðardóttir.“ En áður en til þess kemur verður Einar Falur með á samsýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Ljósmyndadögum í janúar. „Loks er ég með einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafns í mars. Þar feta ég í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, fyrsta íslenska ljósmyndarans, en að því verkefni hef ég unnið ein fimm ár og þá kemur líka út bók.“ Einar Falur dæsir við tilhugsunina: „Já, það er því alltof mikið framundan.“
Höfundatal Loftslagsmál Bókaútgáfa Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira