Lífið

Kendrick sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kendrick mun troða upp á hálfleikssýningu Ofurskálarinnar á næsta ári. Hann hefur áður gert það sem gestur en nú verður hann aðalnúmerið.
Kendrick mun troða upp á hálfleikssýningu Ofurskálarinnar á næsta ári. Hann hefur áður gert það sem gestur en nú verður hann aðalnúmerið. pgLang

Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári.

Greint var frá tíðindunum í sameiginlegri tilkynningu frá Roc Nation, NFL-deildinni og Apple Music. Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super Bowl, er úrlistaleikur NFL-deildarinnar og fer hún næst fram 9. febrúar 2025 í New-Orleans.

Sífellt fleiri Íslendingar fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum.

Lamar hefur áður spilað á hálfleikstónleikunum en hann kom fram sem gestur árið 2022 þegar Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og 50 Cent tróðu upp. Í þetta skiptið sér hann einn um tónleikanna og er það einungis í annað sinn sem rappari er aðalnúmerið á viðburðinum.

„Rapptónlist er enn áhrifamesta tónlistargreinin í dag. Og ég verð þarna til að minna heiminn á af hverju það er. Þau völdu réttan mann,“ sagði Kendrick Lamar í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.