Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 23:56 Sædís Anna Jónsdóttir er ein þeirra sem beið í fleiri klukkutíma í röð. Segja má að miðasölukerfi Ticketmaster hafi verið við það að brenna yfirum þegar miðar á tónleikaröð Oasis fóru í sölu. Samsett/Getty/Yui Mok/PA Images Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira