Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:00 Sindri og Heimir ræddu ferilinn og ævina yfir kaffibolla. Vísir Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira