Teygjur Ólympíumeistarans ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 15:00 Rebeca Andrade með öll verðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í París. Getty/Michael Reaves Brasilíska fimleikakonan Rebeca Andrade var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þar sem hún vann til fernra verðlauna. Liðleiki er lífsnauðsynlegur fimleikakonum og það þýðir líka krefjandi teygjuæfingar. Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira