Þegar borgarbúar kröfðu veðurfræðinga um betra veður: „Hvað borgar Jöklarannsóknafélagið ykkur?“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2024 09:03 Mótmælt á lóð Veðurstofunnar. Það er ekki bara árið 2024 sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu sakna sólarinnar. Sú gula og hlýja hefur ekki leikið við Reykvíkinga þetta sumarið líkt og oft áður og hafa margir höfuðborgarbúa lagt á flótta suður með höfum til að láta sólina aðeins sleikja sig áður en veturinn kemur í garð. Á degi sem þessum, þegar kaldur norðanvindur næðir borgarbúa um miðjan ágúst og fönn leggst í hlíðar norður á landi, er tilefni til að rifja upp annað kalt og grátt sumar borginni. Sumarið 1983 var sólin raunar svo feimin við að bera sig borgarbúum að þeim stóð ekki á sama og ákváðu að þeir skyldu taka málin í eigin hendur. Það sumar var kalt og úrkomusamt í meira lagi og hópur Reykvíkinga undir handleiðslu blaðamanna DV tók sig saman og efndi til mótmælaaðgerða á lóð Veðurstofunnar. Sólkonungur ávarpaði lýðinn Hópur sólarsinna, sem taldi að sögn forstöðumanna mótmælanna liðlega tvö hundruð manns, marséraði á lóð Veðurstofunnar á Bústaðarvegi í Reykjavík og krafði veðurfræðinga um betra veður. Agnar Guðnason hélt ræðu og afhenti svo Flosa Sigurðssyni veðurfræðingi sólríkt veðurkort fyrir hönd sólarsinnanna. „Vikum saman höfum við landsmenn rýnt í kaldgráan himininn og tekið við regni á signar axlirnar. Sumarið hefur verið á almanakinu, það hefur verið erlendis og fregnir hafa borist um það á Austfjörðum. En það hefur yfirleitt hvorki verið á suðvesturhorninu né annars staðar á landinu,“ skrifar Sigurður G. Valgeirsson umsjónarmaður helgarblaðs DV þann 23. júlí ársins 1983. Agnar Guðnason, þáverandi blaðafulltrúi Bændasamtakanna og sólkonungur eins og hann er titlaður í greininni, ávarpaði mótmælendaskarann og var afdráttarlaus í máli. „Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin,“ sagði hann. „Vísitölubindum sólarstundirnar!“ Mótmælendur gengu á lóð Veðurstofunnar vopnaðir skærgulum pappasólum og spjöldum með skilaboðum til veðurfræðinga. Skilaboðum á borð við: „Ætlar Veðurstofan að láta snjóa í ágúst?“ „Hvað borgar Jöklarannsóknafélagið ykkur?“ ásamt kröfum um að veðurspárgerð yrði látin í hendur einkaaðila. Fylkingin gekk svo undir stærðar borða þar sem kjörorð mótmælenda voru skýrt og skilmerkilega útlistuð: „Gott veður um allt land.“ Yfirskrift fréttar Sigurðar í helgarblaði DV 23. júlí 1983.Skjáskot/Tímarit.is Fram kemur í frétt Sigurðar, aðalskipuleggjanda mótmælanna, að með samstilltu átaki tryði hersingin því að hægt væri að breyta veðrinu til hins betra en að jákvæðar og ákveðnar veðurspár án tillits til búsetu væru frumskilyrði fyrir því að árangur næðist. „Ég held að við höfum fengið krakka sem voru að vinna í bæjarvinnunni. Ég fékk leyfi til að taka þau með á staðinn. við blaðamennirnir vorum búnir að gera skilti kvöldið áður. Svo keyrðum við á þennan stað og ég hélt einhverja ræðu yfir krökkunum. Svo komu þau og við mynduðum einhvern hóp, bæði blaðamenn á DV og svo þessi ungu.“ Veðurstofan verði seld suður til Sahöru Við komuna á bílaplan Veðurstofunnar afhenti Agnar Guðnason Flosa Sigurðssyni veðurfræðingi eins konar stefnuyfirlýsingu mótmælendahópsins. „Svo vorum við með veðurkort. Stælingu á þessum gamaldags veðurkortum. Þar sem var sól alls staðar. Við fengum einhvern hjá Veðurstofunni til að taka við þessu korti.“ Agnar ávarpaði mannskapinn: Virðulegir mótmælendur roks og rigningar. Ég lýsi því hér með yfir að bændur munu verða manna ánægðastir ef vel tekst til í dag fyrir áhrifamátt mótmælanna að snúa lægðunum af braut svo að hlýir geislar sólarinnar fái að ylja blómum vallarins og leika ljúfum blæ um fóstru okkar allra, — mjólkurkúna. Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin. Ef það á eftir að koma í ljós að veðurspámenn og -fræðingar geta ekki boðið okkur upp á annað og betra veður en rok og rigningu þá verði Veðurstofan tafarlaust sett á söluskrá ríkisstjórnarinnar og verði fyrsta ríkisstofnunin sem seld verður. Jafnframt er sú krafa gerð að Veðurstofan verði seld suður til Sahara því að þar má að skaðlausu rigna í nokkra mánuði samfellt. Mótmælin báru árangur Að sögn Sigurðar svipaði sumarið ‘83 mikið til sumarsins í ár. Grár himinn og stanslausir skúrir gerðu borgarbúum lífið leitt dag eftir dag. Það virðist þó sem að baráttuandi mótmælenda hafi snortið veðurfræðingana. Flosi Sigurðsson tjáði viðstöddum það í stuttu ávarpi að Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri væri akkúrat staddur vestanhafs í Kanada að huga að veðri þegar mótmælin fóru fram. Miðað við veðurfréttir næsta dag má leiða líkur að því að Hlynur hafi fundið til með Reykvíkingum föstum í súldinni. „Daginn eftir glaðnaði aðeins til og veðurfræðingurinn í sjónvarpsfréttunum sagði að svo virtist sem mótmælin við veðurstofuna hefðu haft einhver áhrif.“ Veður Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Sjá meira
Sumarið 1983 var sólin raunar svo feimin við að bera sig borgarbúum að þeim stóð ekki á sama og ákváðu að þeir skyldu taka málin í eigin hendur. Það sumar var kalt og úrkomusamt í meira lagi og hópur Reykvíkinga undir handleiðslu blaðamanna DV tók sig saman og efndi til mótmælaaðgerða á lóð Veðurstofunnar. Sólkonungur ávarpaði lýðinn Hópur sólarsinna, sem taldi að sögn forstöðumanna mótmælanna liðlega tvö hundruð manns, marséraði á lóð Veðurstofunnar á Bústaðarvegi í Reykjavík og krafði veðurfræðinga um betra veður. Agnar Guðnason hélt ræðu og afhenti svo Flosa Sigurðssyni veðurfræðingi sólríkt veðurkort fyrir hönd sólarsinnanna. „Vikum saman höfum við landsmenn rýnt í kaldgráan himininn og tekið við regni á signar axlirnar. Sumarið hefur verið á almanakinu, það hefur verið erlendis og fregnir hafa borist um það á Austfjörðum. En það hefur yfirleitt hvorki verið á suðvesturhorninu né annars staðar á landinu,“ skrifar Sigurður G. Valgeirsson umsjónarmaður helgarblaðs DV þann 23. júlí ársins 1983. Agnar Guðnason, þáverandi blaðafulltrúi Bændasamtakanna og sólkonungur eins og hann er titlaður í greininni, ávarpaði mótmælendaskarann og var afdráttarlaus í máli. „Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin,“ sagði hann. „Vísitölubindum sólarstundirnar!“ Mótmælendur gengu á lóð Veðurstofunnar vopnaðir skærgulum pappasólum og spjöldum með skilaboðum til veðurfræðinga. Skilaboðum á borð við: „Ætlar Veðurstofan að láta snjóa í ágúst?“ „Hvað borgar Jöklarannsóknafélagið ykkur?“ ásamt kröfum um að veðurspárgerð yrði látin í hendur einkaaðila. Fylkingin gekk svo undir stærðar borða þar sem kjörorð mótmælenda voru skýrt og skilmerkilega útlistuð: „Gott veður um allt land.“ Yfirskrift fréttar Sigurðar í helgarblaði DV 23. júlí 1983.Skjáskot/Tímarit.is Fram kemur í frétt Sigurðar, aðalskipuleggjanda mótmælanna, að með samstilltu átaki tryði hersingin því að hægt væri að breyta veðrinu til hins betra en að jákvæðar og ákveðnar veðurspár án tillits til búsetu væru frumskilyrði fyrir því að árangur næðist. „Ég held að við höfum fengið krakka sem voru að vinna í bæjarvinnunni. Ég fékk leyfi til að taka þau með á staðinn. við blaðamennirnir vorum búnir að gera skilti kvöldið áður. Svo keyrðum við á þennan stað og ég hélt einhverja ræðu yfir krökkunum. Svo komu þau og við mynduðum einhvern hóp, bæði blaðamenn á DV og svo þessi ungu.“ Veðurstofan verði seld suður til Sahöru Við komuna á bílaplan Veðurstofunnar afhenti Agnar Guðnason Flosa Sigurðssyni veðurfræðingi eins konar stefnuyfirlýsingu mótmælendahópsins. „Svo vorum við með veðurkort. Stælingu á þessum gamaldags veðurkortum. Þar sem var sól alls staðar. Við fengum einhvern hjá Veðurstofunni til að taka við þessu korti.“ Agnar ávarpaði mannskapinn: Virðulegir mótmælendur roks og rigningar. Ég lýsi því hér með yfir að bændur munu verða manna ánægðastir ef vel tekst til í dag fyrir áhrifamátt mótmælanna að snúa lægðunum af braut svo að hlýir geislar sólarinnar fái að ylja blómum vallarins og leika ljúfum blæ um fóstru okkar allra, — mjólkurkúna. Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin. Ef það á eftir að koma í ljós að veðurspámenn og -fræðingar geta ekki boðið okkur upp á annað og betra veður en rok og rigningu þá verði Veðurstofan tafarlaust sett á söluskrá ríkisstjórnarinnar og verði fyrsta ríkisstofnunin sem seld verður. Jafnframt er sú krafa gerð að Veðurstofan verði seld suður til Sahara því að þar má að skaðlausu rigna í nokkra mánuði samfellt. Mótmælin báru árangur Að sögn Sigurðar svipaði sumarið ‘83 mikið til sumarsins í ár. Grár himinn og stanslausir skúrir gerðu borgarbúum lífið leitt dag eftir dag. Það virðist þó sem að baráttuandi mótmælenda hafi snortið veðurfræðingana. Flosi Sigurðsson tjáði viðstöddum það í stuttu ávarpi að Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri væri akkúrat staddur vestanhafs í Kanada að huga að veðri þegar mótmælin fóru fram. Miðað við veðurfréttir næsta dag má leiða líkur að því að Hlynur hafi fundið til með Reykvíkingum föstum í súldinni. „Daginn eftir glaðnaði aðeins til og veðurfræðingurinn í sjónvarpsfréttunum sagði að svo virtist sem mótmælin við veðurstofuna hefðu haft einhver áhrif.“
Virðulegir mótmælendur roks og rigningar. Ég lýsi því hér með yfir að bændur munu verða manna ánægðastir ef vel tekst til í dag fyrir áhrifamátt mótmælanna að snúa lægðunum af braut svo að hlýir geislar sólarinnar fái að ylja blómum vallarins og leika ljúfum blæ um fóstru okkar allra, — mjólkurkúna. Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin. Ef það á eftir að koma í ljós að veðurspámenn og -fræðingar geta ekki boðið okkur upp á annað og betra veður en rok og rigningu þá verði Veðurstofan tafarlaust sett á söluskrá ríkisstjórnarinnar og verði fyrsta ríkisstofnunin sem seld verður. Jafnframt er sú krafa gerð að Veðurstofan verði seld suður til Sahara því að þar má að skaðlausu rigna í nokkra mánuði samfellt.
Veður Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Sjá meira