Ljóngrimmir keppendur mætast á Íslandsmótinu í netskák Atli Már Guðfinsson skrifar 22. ágúst 2024 13:34 Birkir Karl Sigurðsson, mótstjóri Íslandsmótsins í netskák, bindur miklar vonir við samstarfið við Rafíþróttasambandið og beinar útsendingar Sjónvarps Símans frá mótinu. „Ég myndi segja að stemningin sé mjög mikil og góð enda eru bara allir sterkustu skákmenn landsins að taka þátt í þessu móti,“ segir Birkir Karl Sigurðsson, mótastjóri Íslandsmótsins í netskák 2024, sem hefst á sunnudagskvöld. „Ég er nú kannski ekki sá elsti í þessu, eða mjög gamall, en ég held að þetta sé líklega bara sterkasta mót sem haldið hefur verið síðan ég byrjaði að fylgjast með skákinni. Allaveganna man ég ekki eftir jafn öflugu og sterku skákmóti. Að ég tali nú ekki um að hafa þetta líka í beinni útsendingu. Þannig að eftirvæntingin er mikil og við finnum það klárlega.“ Hörð barátta í beinni Íslandsmótið í netskák 2024 verður það fyrsta sem er haldið með aðkomu Rafíþróttasambands Íslands sem felur í sér að sýnt verður frá því í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans. „Í raun og veru er þetta í fyrsta sinn sem skákin er þarna inni,“ segir Birkir sem sér mikla möguleika í samstarfinu við Rafíþróttasambandið. „Auðvitað hafa skákviðburðir verið í beinni útsendingu áður en það hefur aldrei áður verið sýnt svona beint frá mótinu annað hvert sunnudagskvöld.“ Birkir segist ekki verða var við annað en að fyrirhugaðar beinar útsendingar frá þessu sterka skákmóti séu til þess fallnar að keyra eftirvæntinguna og áhugann enn frekar upp. Meiri skák, minni sálfræði „Stemningin í skáksamfélaginu er auðvitað bara mjög góð og mikil eftirvænting en það sem við erum ekki síður spennt fyrir, og bindum vonir við, er að þetta muni kannski vekja athygli skákáhugafólks sem er kannski ekki í beinum tengslum við skáksamfélagið.“ Birkir segist meðal annars binda þessar vonir við að hann rekist oft og ítrekað á fólk sem tefli en hafi til dæmis óljósa eða enga hugmynd um tilvist Skáksambands Íslands, möguleikum á að keppa á mótum og þess háttar. „Þannig að ég er svona að vona að þetta opni augu fólks fyrir skákinni.“ En er eðlismunur á því að mætast augliti til auglitis yfir reitunum 64 eða á netinu? „Þetta er góð spurning,“ segir Birkir og vitnar síðan í sjálfan meistara Gary Kasparov og orð hans um að sálfræðilegi þátturinn í skák væri síður en svo minni en sá skáklegi. „Og það er nú bara þannig að þú tekur sálfræðina í raun alveg út þarna. Að því leyti að þú getur ekki horfst í augu við andstæðinginn, sérð ekki hvort hann sé að titra eða byrjaður að svitna undir höndunum. Þannig að sálfræðistríðið minnkar aðeins á netinu og skákin fær eiginlega að njóta sín enn betur.“ Netskák er efnileg keppnisgrein Birkir telur aðalmuninn felast í þessu en annars sjái hann ekki mikinn mun á venjulegri skák og netskák. „Gæði skákanna eru svipuð og auðvitað er þetta sama sportið en þú missir kannski aðeins þennan sálfræðihluta.“ Þótt netskákin tóni ef til vill sálfræðilega þáttinn niður hefur það varla nein áhrif á keppnisskapið og fólk mætir væntanlega ljóngrimmt til leiks? „Já, ég get alveg lofað því. Þetta verða sextán keppendur í það heila. Þrettán eru búin að fá boðssæti og þrjú efstu í undankeppninni á sunnudaginn taka sætin sem eftir eru,“ segir Birkir. „Við erum að keppa með útsláttar fyrirkomulagi og ég get alveg lofað þér því að það vill enginn fara snemma. Öll vilja komast í úrslitin og þetta verður blóðug barátta.“ Íslandsmótið í netskák hefst sem fyrr segir á sunnudaginn, 25. ágúst, á Chess.com þar sem teflt verður frá 19:30 – 22:00.Á meðan mótið stendur yfir verður sýnt frá því í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans á sunnudagskvöldum. Fyrirkomulag: Umhugsunartími: 3 mínútur + 2 sekúndur á leik Tíu skáka einvígi í hraðskák Verði jafnt er tefld bráðabanaskák, hvítur hefur 5 mín + 2 sek og þarf að vinna, jafntefli dugar svörtum Sextán keppendur tefla í útsláttarkeppni (e. single elimination) á mótinu. Þrír efstu keppendur undankeppninnar fá sæti á mótinu en þeir þrettán keppendur sem fengu boðssæti eru eftirfarandi í stafrófsröð: IM Aleksandr Domalchuk (2386) IM Björn Þorfinnsson (2356) GM Bragi Þorfinnsson (2379) GM Guðmundur Kjartansson (2474) GM Hannes Hlífar Stefánsson (2473) GM Helgi Áss Grétarsson (2485) GM Helgi Ólafsson (2466) IM Hilmir Freyr Heimisson (2392) GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2498) GM Jóhann Hjartarson (2472) WIM Olga Prudnykova (2268) GM Vignir Vatnar Stefánsson (2500) GM Þröstur Þórhallsson (2385) Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport
„Ég er nú kannski ekki sá elsti í þessu, eða mjög gamall, en ég held að þetta sé líklega bara sterkasta mót sem haldið hefur verið síðan ég byrjaði að fylgjast með skákinni. Allaveganna man ég ekki eftir jafn öflugu og sterku skákmóti. Að ég tali nú ekki um að hafa þetta líka í beinni útsendingu. Þannig að eftirvæntingin er mikil og við finnum það klárlega.“ Hörð barátta í beinni Íslandsmótið í netskák 2024 verður það fyrsta sem er haldið með aðkomu Rafíþróttasambands Íslands sem felur í sér að sýnt verður frá því í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans. „Í raun og veru er þetta í fyrsta sinn sem skákin er þarna inni,“ segir Birkir sem sér mikla möguleika í samstarfinu við Rafíþróttasambandið. „Auðvitað hafa skákviðburðir verið í beinni útsendingu áður en það hefur aldrei áður verið sýnt svona beint frá mótinu annað hvert sunnudagskvöld.“ Birkir segist ekki verða var við annað en að fyrirhugaðar beinar útsendingar frá þessu sterka skákmóti séu til þess fallnar að keyra eftirvæntinguna og áhugann enn frekar upp. Meiri skák, minni sálfræði „Stemningin í skáksamfélaginu er auðvitað bara mjög góð og mikil eftirvænting en það sem við erum ekki síður spennt fyrir, og bindum vonir við, er að þetta muni kannski vekja athygli skákáhugafólks sem er kannski ekki í beinum tengslum við skáksamfélagið.“ Birkir segist meðal annars binda þessar vonir við að hann rekist oft og ítrekað á fólk sem tefli en hafi til dæmis óljósa eða enga hugmynd um tilvist Skáksambands Íslands, möguleikum á að keppa á mótum og þess háttar. „Þannig að ég er svona að vona að þetta opni augu fólks fyrir skákinni.“ En er eðlismunur á því að mætast augliti til auglitis yfir reitunum 64 eða á netinu? „Þetta er góð spurning,“ segir Birkir og vitnar síðan í sjálfan meistara Gary Kasparov og orð hans um að sálfræðilegi þátturinn í skák væri síður en svo minni en sá skáklegi. „Og það er nú bara þannig að þú tekur sálfræðina í raun alveg út þarna. Að því leyti að þú getur ekki horfst í augu við andstæðinginn, sérð ekki hvort hann sé að titra eða byrjaður að svitna undir höndunum. Þannig að sálfræðistríðið minnkar aðeins á netinu og skákin fær eiginlega að njóta sín enn betur.“ Netskák er efnileg keppnisgrein Birkir telur aðalmuninn felast í þessu en annars sjái hann ekki mikinn mun á venjulegri skák og netskák. „Gæði skákanna eru svipuð og auðvitað er þetta sama sportið en þú missir kannski aðeins þennan sálfræðihluta.“ Þótt netskákin tóni ef til vill sálfræðilega þáttinn niður hefur það varla nein áhrif á keppnisskapið og fólk mætir væntanlega ljóngrimmt til leiks? „Já, ég get alveg lofað því. Þetta verða sextán keppendur í það heila. Þrettán eru búin að fá boðssæti og þrjú efstu í undankeppninni á sunnudaginn taka sætin sem eftir eru,“ segir Birkir. „Við erum að keppa með útsláttar fyrirkomulagi og ég get alveg lofað þér því að það vill enginn fara snemma. Öll vilja komast í úrslitin og þetta verður blóðug barátta.“ Íslandsmótið í netskák hefst sem fyrr segir á sunnudaginn, 25. ágúst, á Chess.com þar sem teflt verður frá 19:30 – 22:00.Á meðan mótið stendur yfir verður sýnt frá því í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans á sunnudagskvöldum. Fyrirkomulag: Umhugsunartími: 3 mínútur + 2 sekúndur á leik Tíu skáka einvígi í hraðskák Verði jafnt er tefld bráðabanaskák, hvítur hefur 5 mín + 2 sek og þarf að vinna, jafntefli dugar svörtum Sextán keppendur tefla í útsláttarkeppni (e. single elimination) á mótinu. Þrír efstu keppendur undankeppninnar fá sæti á mótinu en þeir þrettán keppendur sem fengu boðssæti eru eftirfarandi í stafrófsröð: IM Aleksandr Domalchuk (2386) IM Björn Þorfinnsson (2356) GM Bragi Þorfinnsson (2379) GM Guðmundur Kjartansson (2474) GM Hannes Hlífar Stefánsson (2473) GM Helgi Áss Grétarsson (2485) GM Helgi Ólafsson (2466) IM Hilmir Freyr Heimisson (2392) GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2498) GM Jóhann Hjartarson (2472) WIM Olga Prudnykova (2268) GM Vignir Vatnar Stefánsson (2500) GM Þröstur Þórhallsson (2385)
Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport