Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:17 Jökull ásamt leikkonunum Katherine Kelly Lang og Ashley Jones á setti í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil.
Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira