Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 14:36 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir gjaldþrot Skagans 3X hnefahögg fyrir samfélagið á Akranesi og furðar sig á hvers vegna ekki var hægt að semja til þess að halda starfseminni gangandi með nýjum eigendum. Stöð 2/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur. Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur.
Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira