Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 18:07 Matthew Perry lést í október í fyrra á heimili sínu. Strax lá fyrir að hann hafi drukknað en eftir krufningu kom í ljós mikið magn ketamíns í blóði leikarans. Fimm hafa nú verið ákærðir í tengslum við andlátið. Getty/Phillip Faraone Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. Perry, sem var 54 ára þegar hann lést á heimili sínu í Los Angeles í október í fyrra, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends. Þar lék hann eina aðalpersónuna, Chandler Bing. Réttarkrufning leiddi í ljós að Perry, sem hafði lengi talað opinskátt um að glíma við fíknisjúkdóm, hafi dáið eftir að hafa tekið of stóran skammt af ketamíni. Perry var með ketamín uppáskrifað, sem hluta af meðferð við fíknisjúkdómnum, en átti að taka það í örlitlum skömmtum. Í maímánuði hóf lögreglan í Los Angeles rannsókn á andlátinu vegna þess mikla magns af ketamíni sem fannst í blóði Perry. Rukkuðu 300.000 krónur fyrir 1.700 króna skammt Fram kom á blaðamannafundi FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, sem hófst um klukkan 16 að íslenskum tíma og breska ríkisútvarpið greinir frá, að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós víðfeðmt net fólks sem seldi Perry og öðrum ketamín. Þessir einstaklingar hafi misnotað fíknisjúkdóm Perry. Ákærðu eru læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez auk Jasveen Sangha - betur þekkt sem „Ketamín-drottningin“ - Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, sem var aðstoðarmaður Perry. Að sögn lögreglu seldi hópurinn Perry ketamín um tveggja mánaða skeið, í september og október í fyrra. Læknarnir eru sagðir hafa selt honum 20 glös af ketamíni fyrir 55 þúsund bandaríkjadali, sem jafnast á við rúmar 7,5 milljónir íslenskra króna. Að meðaltali hafi fólkið rukkað Perry um 2.000 bandaríkjadali, eða tæpar 300 þúsund krónur, fyrir hvert glas - glas sem að jafnaði kostar 12 dali, eða 1.700 krónur. Fleming hefur þegar játað fyrir dómi að hafa selt Iwamasa, aðstoðarmanni Perry, fimmtíu glös af ketamíni. Helminginn hafi hann selt honum fjórum dögum fyrir andlátið. Iwamasa hefur þá játað að hafa afhent Perry ketamín og að hafa sprautað hann með því daginn sem Perry lést. „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ Að sögn Martin Estrada, ríkissaksóknara í Kaliforníu, fann lögregla í húsleitum við rannsóknina mikið magn fíkniefna. Þar á meðal voru áttatíu glös af ketamíni, mikið magn af kókaíni og pillum. Hann segir að Plasencia hafi í skilaboðum til annarra ákærðu skrifað: „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ og hafi þar vísað til Perry. Þá hafi hann jafnframt skrifað í skilaboðum sem fundust að hann vildi verða sá maður sem Perry leitaði til, til þess að nálgast fíkniefni. Vegna starfs síns segja saksóknarar nokkuð ljóst að Plasencia hafi vitað um áhættuna sem hlytist af því að selja Perry efnin. Eins hafi Plasencia falsað gögn til að hylma yfir andlátið. Ketamín er rótsterkt svæfingarlyf eða deyfingarlyf sem er meðal annars notað í meðferð við þunglyndi, kvíða og verkjum. Í lyfjameðferð er ketamín gefið sjúklingi af heilbrigðisstarfsmanni og undir eftirliti. Í stærri skömmtum veldur lyfið ofskynjunum. Samkvæmt vandamönnum Perry voru nokkrir dagar liðnir frá því að Perry undirgekkst lyfjameðferð þegar hann lést. Var því óljóst hvernig hann kom höndum yfir það. Rannsókn réttarmeinafræðings leiddi það jafnframt í ljós að Perry hafi drukknað af slysförum. Þá kom jafnframt fram í skýrslu að Perry hafi glímt við æðasjúkdóm og hafi jafnframt verið með buprenorfín í blóðinu, en það er lyf sem er notað í meðferð við ópíóðafíkn. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Andlát Matthew Perry Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. 29. október 2023 11:47 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Perry, sem var 54 ára þegar hann lést á heimili sínu í Los Angeles í október í fyrra, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends. Þar lék hann eina aðalpersónuna, Chandler Bing. Réttarkrufning leiddi í ljós að Perry, sem hafði lengi talað opinskátt um að glíma við fíknisjúkdóm, hafi dáið eftir að hafa tekið of stóran skammt af ketamíni. Perry var með ketamín uppáskrifað, sem hluta af meðferð við fíknisjúkdómnum, en átti að taka það í örlitlum skömmtum. Í maímánuði hóf lögreglan í Los Angeles rannsókn á andlátinu vegna þess mikla magns af ketamíni sem fannst í blóði Perry. Rukkuðu 300.000 krónur fyrir 1.700 króna skammt Fram kom á blaðamannafundi FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, sem hófst um klukkan 16 að íslenskum tíma og breska ríkisútvarpið greinir frá, að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós víðfeðmt net fólks sem seldi Perry og öðrum ketamín. Þessir einstaklingar hafi misnotað fíknisjúkdóm Perry. Ákærðu eru læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez auk Jasveen Sangha - betur þekkt sem „Ketamín-drottningin“ - Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, sem var aðstoðarmaður Perry. Að sögn lögreglu seldi hópurinn Perry ketamín um tveggja mánaða skeið, í september og október í fyrra. Læknarnir eru sagðir hafa selt honum 20 glös af ketamíni fyrir 55 þúsund bandaríkjadali, sem jafnast á við rúmar 7,5 milljónir íslenskra króna. Að meðaltali hafi fólkið rukkað Perry um 2.000 bandaríkjadali, eða tæpar 300 þúsund krónur, fyrir hvert glas - glas sem að jafnaði kostar 12 dali, eða 1.700 krónur. Fleming hefur þegar játað fyrir dómi að hafa selt Iwamasa, aðstoðarmanni Perry, fimmtíu glös af ketamíni. Helminginn hafi hann selt honum fjórum dögum fyrir andlátið. Iwamasa hefur þá játað að hafa afhent Perry ketamín og að hafa sprautað hann með því daginn sem Perry lést. „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ Að sögn Martin Estrada, ríkissaksóknara í Kaliforníu, fann lögregla í húsleitum við rannsóknina mikið magn fíkniefna. Þar á meðal voru áttatíu glös af ketamíni, mikið magn af kókaíni og pillum. Hann segir að Plasencia hafi í skilaboðum til annarra ákærðu skrifað: „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ og hafi þar vísað til Perry. Þá hafi hann jafnframt skrifað í skilaboðum sem fundust að hann vildi verða sá maður sem Perry leitaði til, til þess að nálgast fíkniefni. Vegna starfs síns segja saksóknarar nokkuð ljóst að Plasencia hafi vitað um áhættuna sem hlytist af því að selja Perry efnin. Eins hafi Plasencia falsað gögn til að hylma yfir andlátið. Ketamín er rótsterkt svæfingarlyf eða deyfingarlyf sem er meðal annars notað í meðferð við þunglyndi, kvíða og verkjum. Í lyfjameðferð er ketamín gefið sjúklingi af heilbrigðisstarfsmanni og undir eftirliti. Í stærri skömmtum veldur lyfið ofskynjunum. Samkvæmt vandamönnum Perry voru nokkrir dagar liðnir frá því að Perry undirgekkst lyfjameðferð þegar hann lést. Var því óljóst hvernig hann kom höndum yfir það. Rannsókn réttarmeinafræðings leiddi það jafnframt í ljós að Perry hafi drukknað af slysförum. Þá kom jafnframt fram í skýrslu að Perry hafi glímt við æðasjúkdóm og hafi jafnframt verið með buprenorfín í blóðinu, en það er lyf sem er notað í meðferð við ópíóðafíkn.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Andlát Matthew Perry Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. 29. október 2023 11:47 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32
Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52
Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. 29. október 2023 11:47