„Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 11:30 Friðrik Ómar Hjörleifsson birti einlæga færslu um hinsegin vegferð sína á Instagram. Vísir/Vilhelm „Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð,“ skrifar ástsæli tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Friðrik Ómar Hjörleifsson í einlægri og hjartnæmri færslu á Instagram. Færsluna birti Friðrik Ómar á laugardaginn ásamt mynd af sér frá æskuheimili sínu. Þar skrifar hann: „Það er vel við hæfi að líta um öxl og birta mynd við Hjarðarslóð 4d á Dalvík þar sem ég bjó frá sjö ára til tvítugs. Þarna mótaðist maður. Það hefur að langmestu leyti verið frábært að vera hommi. Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar. Ég var bara ekki tilbúinn. Ég hefði sennilega komið fyrr út ef ég hefði búið í borginni. Hver veit? En umfram allt vil ég að þið vitið að ég er eins og ég er og þið eruð það líka. Við erum öll hinsegin og alls konar en fyrst og fremst manneskjur. Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð heldur fá að hvíla í friði í okkur sjálfum meðan við erum á lífi, bera höfuðið hátt, vera hugrökk og fylgja hjartanu. Það á ekkert og engin að standa í vegi fyrir því. Það er mikilvægt að minna á starf Samtakanna ‘78 fyrir þá sem þurfa stuðning, fræðslu eða bara taka samtalið. Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og við munum ALDREI gefast upp. Gleðilega hinsegin daga elsku bræður, systur og allskonar fólk. Við erum lang flottust!“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik Ómar skein skært í Gleðigöngunni á laugardag þar sem hann gekk með góðum vini sínum Sigga Gunnars. Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brostu breitt.Viktor Freyr/Vísir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Færsluna birti Friðrik Ómar á laugardaginn ásamt mynd af sér frá æskuheimili sínu. Þar skrifar hann: „Það er vel við hæfi að líta um öxl og birta mynd við Hjarðarslóð 4d á Dalvík þar sem ég bjó frá sjö ára til tvítugs. Þarna mótaðist maður. Það hefur að langmestu leyti verið frábært að vera hommi. Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar. Ég var bara ekki tilbúinn. Ég hefði sennilega komið fyrr út ef ég hefði búið í borginni. Hver veit? En umfram allt vil ég að þið vitið að ég er eins og ég er og þið eruð það líka. Við erum öll hinsegin og alls konar en fyrst og fremst manneskjur. Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð heldur fá að hvíla í friði í okkur sjálfum meðan við erum á lífi, bera höfuðið hátt, vera hugrökk og fylgja hjartanu. Það á ekkert og engin að standa í vegi fyrir því. Það er mikilvægt að minna á starf Samtakanna ‘78 fyrir þá sem þurfa stuðning, fræðslu eða bara taka samtalið. Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og við munum ALDREI gefast upp. Gleðilega hinsegin daga elsku bræður, systur og allskonar fólk. Við erum lang flottust!“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik Ómar skein skært í Gleðigöngunni á laugardag þar sem hann gekk með góðum vini sínum Sigga Gunnars. Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brostu breitt.Viktor Freyr/Vísir
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira