„Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 14:53 Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK. Mynd Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra. HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga sem trillað var inn á völlinn stóðst ekki kröfur og því þurfti að aflýsa leiknum. Leiknum hafði áður verið frestað um sólarhring vegna framkvæmda í húsinu þar sem skipt var um gervigras. Skömmu fyrir leik uppgötvast að annað markanna sé brotið. „Þetta er röð atvika sem kemur saman og þetta verður útkoman, því miður. Við hörmum mikið að þetta hafi átt sér stað. En það er búið að gera við markið og það er komið upp. Það er klárt fyrir leik í kvöld í Kórnum,“ segir Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, í samtali við Vísi. „Því miður er ekki fyrr en hálf sjö sem kemur í ljós að markið er brotið. Þegar þetta gerist er unnið að því að laga það í um klukkustund. Því miður vannst það ekki tímanlega í gær. Það eru varnaglar sem hefðu átt að koma upp. En röð atvika gerði hins vegar að verkum að enginn þeirra varnagla virkaði,“ segir hún enn fremur. Allir fá endurgreitt Unnið er að því að endurgreiða fólki sem keypti sér miða á leikinn í gær. HK hefur haft samband við miðasölufyrirtækið Stubb um endurgreiðslu og það fólk sem keypti sér miða með reiðufé er hvatt til að hafa samband við félagið upp á endurgreiðslu. „Það er búið að hafa samband við Stubb þannig að þeir sem keyptu miða í gegnum Stubb fá endurgreitt. Þeir sem greiddu með peningum þurfa að hafa samband við okkur og við endurgreiðum það að sjálfsögðu,“ segir Sandra. Þeir sem greiddu sig inn með miðagreiðsluforritinu Stubbi eiga að hafa fengið skilaboð sem þessi.Skjáskot Fer leikurinn fram? Ekki er fordæmi fyrir frestun á leik með þessum hætti í efstu deild. Oft hefur leikjum verið frestað vegna vallaraðstæðna, til að mynda vegna mikillar rigningar eða snjókomu sem hefur farið illa með margan völlinn. Í þessu tilviki hafa náttúrulögmálin hins vegar ekki með málið að gera og ljóst að HK ber ábyrgð á eigin leikvelli. Varamörk eiga að vera til staðar samkvæmt reglugerð KSÍ. Heyrst hefur að KR sé að skoða stöðu sína vegna leiksins með það fyrir augum að HK verði dæmdur 3-0 ósigur. Það hefur ekki fengist staðfest en ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Sandra segir HK muni taka sinni refsingu, hver svo sem hún verður. Hún vonast hins vegar til að leikurinn fari fram og KR-ingar komi aftur í heimsókn í Kórinn. „Við tökum bara því sem kemur. En eins og ég nefndi var þessi röð atvika sem gerði að verkum að þetta endaði svona. Það voru mannleg mistök á mörgum stöðum, ekki bara á einum stað heldur nokkrum. Auðvitað erum við ábyrg fyrir leiknum og að allt sé klárt. En ég tel að HK hefði ekki getað gert neitt öðruvísi þannig að leikurinn hefði getað farið fram,“ „Þetta eru mörg lítil atriði sem gera að verkum að þetta atvikaðist svona. Við erum auðmjúk og biðjumst afsökunar á því sem við berum ábyrgð á. En ég er viss um að við getum komist að samkomulagi um það hvernig þetta verður og við hlökkum til að taka á móti KR-ingum sprækum,“ segir Sandra.
HK Íslenski boltinn Besta deild karla Kópavogur KR Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira