Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 21:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. „Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Sjá meira
„Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Sjá meira