Uppgjör og viðtöl: Breiðablik-Drita 1-2 | Ísak Snær lækkaði fjallið töluvert með marki sínu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júlí 2024 21:15 Andri Rafn Yeoman skallar boltann Vísir/Ernir Blikar eru í nokkuð snúinni stöðu eftir fyrri leik sinn við Drita frá Kósóvó í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta sem fram fór á Kópavogsvelli í kvöld. Drita fór með 2-1 sigur af hólmi en gestirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og Ísak Snær Þorvaldsson lagaði síðan stöðuna fyrir Blika í þeim seinni og jók vonarneistann í hjörtum Blika. Það var strax á þriðju mínútu leiksins sem Arb Manaj kom gestunum yfir. Manaj er nautsterkur og náði að snúa varnarmenn Blika af sér og skoraði með skoti af stuttu færi. Um miðbik fyrri hálfleiks tvöfaldaði svo Veton Tusha forystu Drita. Tusha fékk þá stungusendingu upp vinstri vænginn, náði að halda Andra Rafni Yeoman fyrir aftan sig og renndi boltanum framhjá Antoni Ara Einarssyni. Blikar voru meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg opin færi. Ísak Snær átti góðan skalla undir lok fyrri hálfleiks sem Faton Maloku, markvörður Drita, varði vel. Ísak Snær gerði verkefnið í Kósóvó mun viðráðanlegra. Vísir/Ernir Leikmenn Breiðabliks hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru mun sterkari aðilinn. Þeim gekk betur að finna glufur á varnarmúr Kósóvóana og fengu fjölmörg færi. Aron Bjarnason og Ísak Snær fengu góð færi í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að ná að minnka muninn. Höskuldur Gunnlaugsson og Kristinn Steindórsson komust svo í fín skotfæri skömmu síðarn en inn vildi boltinn ekki. Stíflan brast svo loksins þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum. Höskuldur renndi þá boltanum í gegn á Ísak Snæ sem kláraði færið af stakri pýði með föstu skoti. Benjamin Stokke var svo nálægt því að jafna metin en hnitmiðað skot hans var varið. Þá átti Höskuldur gott skot úr aukaspyrnu sem markvörðurinn varði í uppbótartíma. Davíð Ingvarsson, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann gekk til liðs við Blika á nýjan leik á dögunum, átti svo lokaorðið en hann skallaði boltann í stöngina á lokaandartökum leiksins og 2-1 tap niðurstaðan. Davíð Ingvarsson er kominn aftur í Blikatreyjuna. Vísir/Ernir Halldór Árnason: Sýndum við eigum í fullu tré við þá „Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins þar sem þeir þá tvö upphlaup og skora tvö mörk þá fannst mér við stýra þessum leik og það var alger óþarfi að tapa þessum leik. Við sýndum það klárlega í þessum leik að við eigum í fullu tré við þá og getum hæglega snúið þessu við í Kósóvó á þriðjudaginn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabiks. „Það var mjög svekkjandi að í aðdraganda annars marksins taka þeir kolólögt innkast sirka 20 metrum of framarlega og raunar fannst mér dómarinn ekki hafa neina stjórna á þessum leik. Þeir veltu sér um völlinn í tíma og ótíma og þjálfarinn þeirra var með boltann í höndunum meirihluta leiksins. Boltinn var lítið í leik og uppbótartíminn var ekki í samræmi við það,“ sagði Halldór ósáttur. „En eins og ég segi þá eru möguleikarnir að komast áfram enn góðir og spilamennskan í þessum leik veitir byr undir báða vængi. Þeir eru að spila sinn fyrsta keppnisleik í langan tíma og eru ekki í góðu leikformi og við ættum að geta nýtt það. Við fengum trekk í trekk góðar stöður í kvöld og fullt af færum til þess að skora fleiri mörk,“ sagði þjálfarinn borubrattur. Halldór Árnason hvetur leikmenn sína til dáða. Vísir/Ernir Atvik leiksins Stef þessa leiks var að leikmenn Drita ætluðu að halda tempóinu í leiknum rólegu og töfðu í hvert skipti sem færi gafst. Þeir veltu sér um gervigrasið við minnstu snertingu og tóku allan þann tíma sem þeir gátu til þess að taka föst leikatriði. Leikrænir tilburðir voru í fyrirrúmi og klækjabrögð nýtt til þess að éta tíma af klukkunni. Dómari leiksins Jan Petrik tók að mínu viti ekki nógu hart á leikaraskap gestanna og Faton Maloku, markvörðu Drita, fékk ansi marga sjénsa við það að labba löturhægt til þess að taka markspyrnur sínar. Þá hefði leikurinn mátt flæða mun betur og flautukonstertinn var full mikill fyrir minn smekk og linkind við að veita leikmenn kósóvska liðsins aðhlynningu þegar lítði amaði að þeim. Stjörnur og skúrkar Ísak Snær strengdi líflínu fyrir Breiðablik með marki sínu og Aron Bjarnason var síógnandi á kantinum. Höskuldur var öflugur inni á miðsvæðinu og Kristinn Steindórsson var iðinn við að koma samherjum sínum í góðar stöður. Benjamin Stokke átti svo góða innkomu af varamannabekknum og var óheppinn að skora ekki. Stemming og umgjörð Nokkuð vel var mætt í Kópavoginn í kvöld og létt yfir mannskapnum. Stuðningsmenn Blika létu vel í sér heyra og sköpuðu fínustu stemmingu. Fallegt Evrópukvöld í Kópavoginum sem hefði þó mátt enda með hagstæðari úrslitum. Sambandsdeild Evrópu
Blikar eru í nokkuð snúinni stöðu eftir fyrri leik sinn við Drita frá Kósóvó í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta sem fram fór á Kópavogsvelli í kvöld. Drita fór með 2-1 sigur af hólmi en gestirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og Ísak Snær Þorvaldsson lagaði síðan stöðuna fyrir Blika í þeim seinni og jók vonarneistann í hjörtum Blika. Það var strax á þriðju mínútu leiksins sem Arb Manaj kom gestunum yfir. Manaj er nautsterkur og náði að snúa varnarmenn Blika af sér og skoraði með skoti af stuttu færi. Um miðbik fyrri hálfleiks tvöfaldaði svo Veton Tusha forystu Drita. Tusha fékk þá stungusendingu upp vinstri vænginn, náði að halda Andra Rafni Yeoman fyrir aftan sig og renndi boltanum framhjá Antoni Ara Einarssyni. Blikar voru meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg opin færi. Ísak Snær átti góðan skalla undir lok fyrri hálfleiks sem Faton Maloku, markvörður Drita, varði vel. Ísak Snær gerði verkefnið í Kósóvó mun viðráðanlegra. Vísir/Ernir Leikmenn Breiðabliks hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru mun sterkari aðilinn. Þeim gekk betur að finna glufur á varnarmúr Kósóvóana og fengu fjölmörg færi. Aron Bjarnason og Ísak Snær fengu góð færi í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að ná að minnka muninn. Höskuldur Gunnlaugsson og Kristinn Steindórsson komust svo í fín skotfæri skömmu síðarn en inn vildi boltinn ekki. Stíflan brast svo loksins þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum. Höskuldur renndi þá boltanum í gegn á Ísak Snæ sem kláraði færið af stakri pýði með föstu skoti. Benjamin Stokke var svo nálægt því að jafna metin en hnitmiðað skot hans var varið. Þá átti Höskuldur gott skot úr aukaspyrnu sem markvörðurinn varði í uppbótartíma. Davíð Ingvarsson, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann gekk til liðs við Blika á nýjan leik á dögunum, átti svo lokaorðið en hann skallaði boltann í stöngina á lokaandartökum leiksins og 2-1 tap niðurstaðan. Davíð Ingvarsson er kominn aftur í Blikatreyjuna. Vísir/Ernir Halldór Árnason: Sýndum við eigum í fullu tré við þá „Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins þar sem þeir þá tvö upphlaup og skora tvö mörk þá fannst mér við stýra þessum leik og það var alger óþarfi að tapa þessum leik. Við sýndum það klárlega í þessum leik að við eigum í fullu tré við þá og getum hæglega snúið þessu við í Kósóvó á þriðjudaginn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabiks. „Það var mjög svekkjandi að í aðdraganda annars marksins taka þeir kolólögt innkast sirka 20 metrum of framarlega og raunar fannst mér dómarinn ekki hafa neina stjórna á þessum leik. Þeir veltu sér um völlinn í tíma og ótíma og þjálfarinn þeirra var með boltann í höndunum meirihluta leiksins. Boltinn var lítið í leik og uppbótartíminn var ekki í samræmi við það,“ sagði Halldór ósáttur. „En eins og ég segi þá eru möguleikarnir að komast áfram enn góðir og spilamennskan í þessum leik veitir byr undir báða vængi. Þeir eru að spila sinn fyrsta keppnisleik í langan tíma og eru ekki í góðu leikformi og við ættum að geta nýtt það. Við fengum trekk í trekk góðar stöður í kvöld og fullt af færum til þess að skora fleiri mörk,“ sagði þjálfarinn borubrattur. Halldór Árnason hvetur leikmenn sína til dáða. Vísir/Ernir Atvik leiksins Stef þessa leiks var að leikmenn Drita ætluðu að halda tempóinu í leiknum rólegu og töfðu í hvert skipti sem færi gafst. Þeir veltu sér um gervigrasið við minnstu snertingu og tóku allan þann tíma sem þeir gátu til þess að taka föst leikatriði. Leikrænir tilburðir voru í fyrirrúmi og klækjabrögð nýtt til þess að éta tíma af klukkunni. Dómari leiksins Jan Petrik tók að mínu viti ekki nógu hart á leikaraskap gestanna og Faton Maloku, markvörðu Drita, fékk ansi marga sjénsa við það að labba löturhægt til þess að taka markspyrnur sínar. Þá hefði leikurinn mátt flæða mun betur og flautukonstertinn var full mikill fyrir minn smekk og linkind við að veita leikmenn kósóvska liðsins aðhlynningu þegar lítði amaði að þeim. Stjörnur og skúrkar Ísak Snær strengdi líflínu fyrir Breiðablik með marki sínu og Aron Bjarnason var síógnandi á kantinum. Höskuldur var öflugur inni á miðsvæðinu og Kristinn Steindórsson var iðinn við að koma samherjum sínum í góðar stöður. Benjamin Stokke átti svo góða innkomu af varamannabekknum og var óheppinn að skora ekki. Stemming og umgjörð Nokkuð vel var mætt í Kópavoginn í kvöld og létt yfir mannskapnum. Stuðningsmenn Blika létu vel í sér heyra og sköpuðu fínustu stemmingu. Fallegt Evrópukvöld í Kópavoginum sem hefði þó mátt enda með hagstæðari úrslitum.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“