Alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup hefst formlega með fyrstu leikjum mótsins hér í Reykjavík í dag. Á síðasta ári unnu malavískir drengir hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar og stóðu uppi sem Rey Cup meistarar. Í ár verður sagan skrifuð á Rey Cup því í fyrsta sinn keppir kvennalið frá Malaví í knattspyrnu á evrópskri grundu. Knattspyrnuakademía Ascent Soccer frá Malaví mætir til leiks með tvö lið á Rey Cup í ár. Eitt í flokki drengja og eitt í flokki stúlkna. „Það er virkilega gaman að halda þessu ævintýri áfram,“ segir Jóhann Bragi Fjalldal, velgjörðarmaður Ascent Soccer og einn tveggja Íslendinga sem á upphaflegu hugmyndina að komu Ascent Soccer hingað til lands.“ Þær eru fulltrúar þjóðar sem telur rúmlega tuttugu milljón manns. Fulltrúar allra malavískra knattspyrnustelpna. Þetta er frábær stund. Líkt og við sögðum frá á síðasta ári er forsaga málsins sú að nokkrar íslenskar fjölskyldur bjuggu í Malaví þar sem að þær voru á vegum Utanríkisráðuneytisins og unnu að þróunarstarfi þar í landi. Jóhann og annar íslenskur knattspyrnuáhugamaður komust þar í kynni við knattspyrnuakademíuna Ascent Soccer sem hefur nú tvö ár í röð mætt til leiks með lið á Rey Cup í Reykjavík. „Í fyrra komu strákarnir, það var rosalegt ævintýri. Núna tókst okkur að taka stelpurnar með. Það er frábært,“ segir Jóhann Bragi. „Þetta er risastórt fyrir stelpurnar en líka fyrir akademíuna og malavískar stelpur almennt. Það er rosa vel fylgst með ferð þessara krakka í Malaví. Þetta vekur mikla athygli. Við erum rosalega ánægð með að það hafi tekist að sauma þessu svona saman. Það er ekkert endilega auðvelt fyrir knattspyrnuakademíu Ascent Soccer að ná saman liði í þessum aldursflokki.“ Stoltar af því að skrifa söguna Strákarnir komu, sáu og sigruðu á Rey Cup í fyrra og reyna í ár að verja titil sinn. Stelpurnar sem skipa undir sextán ára lið Ascent Soccer munu þó ná gríðarstórum áfanga fyrir knattspyrnuhreyfinguna í Malaví í heild sinni með því að hefja leika á Rey Cup seinna í dag í fyrsta leik gegn enska stórliðinu Arsenal. Verður það í fyrsta sinn sem kvennalið frá Malaví spilar knattspyrnuleik á evrópskri grundu en auk þess að vera með Arsenal í riðli skipa sterk lið Þróttar Reykjavíkur og FC Nordjælland frá Danmörku riðil Ascent Soccer. Tvær af leikmönnum liðsins, þær Victoria Mkwala og Bridget Katete, eru spenntar fyrir því að vera hluti af því að hefja nýjan kafla í sögu kvennaknattspyrnu Malaví. Victoria Mkwala og Bridget Katete, tvær af leikmönnum Ascent Soccer frá MalavíVísir/Sigurjón Ólason „Já og mjög stoltar,“ segir Victoria. „Við erum að búast við erfiðum andstæðingum á mótinu. Erum að fara mæta liðum með stærri leikmönnum en við erum vanar að spila gegn heima í Malaví. En okkur hlakkar til að keppa við þær, spila með þeim. Þetta verður algjörlega ný reynsla fyrir okkur. Fyrsta skipti sem við spilum á móti liðum frá Evrópu.“ Melicy Lickson er aðalþjálfari undir sextán ára liðs Ascent Soccer. Hún segir reynsluna af Íslandi hingað til hafa verið frábæra. Melicy Lickson er þjálfari undir sextán ára liðs Ascent Soccer og jafnframt leikmaður aðalliðs akademíunnar sem varð landsmeistari á síðasta tímabiliVísir/Sigurjón Ólason „Okkur líður mjög vel hérna. Fyrsti leikurinn mun verða erfiður. Við vitum ekki hvernig andstæðingar okkar munu spila. Þetta verður glæný reynsla fyrir okkur sem lið en við erum mjög spenntar. Í fyrsta skipti sem við komum til Evrópu að spila fótbolta. Þetta er frábært og stelpurnar eru tilbúnar í að taka þátt á þessu móti. Undirbúningurinn hefur gengið vel og ég er fullviss um að stelpurnar geti sýnt okkur, og þeim sem horfa á, skemmtilegan fótbolta.“ Það segir sig sjálft að aðstæður hér á landi, veðurfarslega, eru töluvert frábrugðnar þeim aðstæðum sem uppi eru í Malaví. Ekta íslenskt sumarveður, rigning, tók á móti Ascent Soccer hér á landi en leikmenn aðlaga sig að umhverfinu. „Við erum að aðlagast. Umhverfið hér er allt öðruvísi en heima í Malaví. Það er mun kaldara hér, það tekur tíma að venjast því en það verður allt í góðu með okkur. Við aðlögum okkur að þessu.“ Ekki hægt að líkja aðstæðum saman En það þarf að aðlagast fleiru en bara veðurfarslegum aðstæðum hér á landi líkt og Rory Murphy, yfirþjálfari Ascent Soccer knattspyrnuakademíunnar, tjáir okkur. Knattspyrnulegu aðstæðurnar, þá aðstaðan í Malaví, er ekkert í líkingu við það sem boðið er upp á hér á landi. „Það er auðvitað ekki hægt að líkja þessu saman við neitt heima í Malaví,“ segir Rory sem ræðir við okkur á meðan að leikmenn Ascent Soccer æfa á Þróttaravellinum, glænýju gervigrasi. „Sem dæmi erum við hjá Ascent Soccer að fylgjast með leikmönnum um gjörvalla Malaví. Íbúafjöldi Malaví er um tuttugu milljónir. Á hverju ári skoðum við um tíu til fimmtán þúsund leikmenn. Til þess að skoða leikmenn nánar setjum við á laggirnar svæðismót um allt land. Öll þau mót fara fram á moldarvöllum, það er ekki grasflöt að finna á þessum svæðum. Flestir þeir krakkar sem við erum að skoða spila fótbolta berfætt. Það eru aðstæðurnar sem er að finna í Malaví sökum van fjármögnunar og skorts á almennilegri aðstöðu.“ Rory Murphy, yfirþjálfari Ascent Soccer knattspyrnuakademíunnar í Malaví.Vísir/Sigurjón Ólason Það er raunin, þær aðstæður, sem leikmenn Ascent Soccer á Rey Cup fetuðu sín fyrstu spor í knattspyrnu. „Að koma frá svoleiðis aðstæðum, fyrir um tveimur til þremur árum þar sem að við fundum þau með loftlitla bolta og engin mörk til að æfa með, yfir í að æfa á þessum fullkomna gervigrasvelli hér í Reykjavík, með frábæra stúku hér í baksýn. Þetta er frábær upplifun fyrir þessa krakka. Ég er svo stoltur yfir því hverju þessir flottu krakkar okkar eru að áorka.“ Það að stúlknalið Ascent Soccer sé einnig að fara brjóta blað í sögu kvennaknattspyrnu Malaví með fyrsta leiknum í Evrópu er stolt stund. „Þetta er risastórt,“ segir Rory. „Í fyrsta sinn sem slíkt gerist hjá liði frá Malaví. Meira að segja kvennalandslið Malaví hefur ekki upplifað þetta. Við höfum talað við stelpurnar um þessa staðreynd. Það að á margan hátt eru þær fulltrúar Malaví, gætu allt eins bara verið að keppa í landsliðstreyju Malaví, horft á sig sem landslið Malaví. Þær eru fulltrúar þessarar þjóðar sem telur rúmlega tuttugu milljón manna. Fulltrúar allra malavískra knattspyrnustelpna. Þetta er frábær stund.“ Leikmenn Ascent Soccer eru spenntar fyrir því að hefja leika á Rey Cup.Vísir/Sigurjón Ólason „Það verður gaman að sjá okkar stelpur og stráka spreyta sig á móti þessum liðum á Rey Cup, sem sum hver eru meðal þeirra bestu í heimi. Frábært tækifæri til þess að læra og þróast sem leikmenn. Halda áfram sinni vegferð á þann stað sem þær vilja komast á, leið að því takmarki að verða atvinnumenn í íþróttinni.“ Uppgangur í kvennaknattspyrnu hjá Ascent Soccer Það er mikill uppgangur í starfi Ascent Soccer tengt kvennaknattspyrnunni. Aðallið akademíunnar, sem nokkrir af leikmönnum liðsins sem tekur þátt á Rey Cup eru hluti af, varð landsmeistari á síðasta tímabili og tekur í næsta mánuði þátt í undankeppni Meistaradeildar Afríku. „Við erum mjög stolt af starfi okkar í kvennaknattspyrnunni. Við erum að reyna stækka og efla þann hluta knattspyrnunnar í Malaví. Vinnum mikið með grasrótinni í þéttbýlum Malaví, reynum í samstarfi með samfélaginu að efla þátttöku kvenna í knattspyrnu. Meðal annars með því að skaffa búnað og halda þjálfarabúðir. Reynum að efla grunninn hjá okkur til þess að byggja ofan á.“ Það verður gaman að fylgjast með malavísku stelpunum reyna fyrir sér í knattspyrnu á evrópskri grundu í fyrsta sinn í sögunni seinna í dag.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta kjarnast svo allt saman í aðalliði okkar í kvennaflokki sem keppir í fullorðins flokki en meðalaldur leikmanna liðsins núna er um nítján ára. Við erum með marga unga leikmenn í liðinu á aldrinum fimmtán til sextán ára. Liðið gerði sér lítið fyrir og varð landsmeistari í fullorðins flokki á síðasta tímabili. Frábær árangur og frábær stund þegar að liðið tryggði sér titilinn á leikvangi sem tekur um fjörutíu þúsund manns í sæti. Árangur sem tryggir liðinu sæti í undankeppni Meistaradeildar Afríku.“ Finna fyrir mikilli velvild Sterkt tengsl hafa myndast milli Malaví og Íslands í gegnum knattspyrnu og Rey Cup. Tengsl sem hafa skapað tækifæri fyrir leikmenn til þess að koma hingað til lands og reyna fyrir sér með íslenskum félagsliðum eins og við sögðum frá fyrr á árinu í tilfelli Levi og Precious sem hafa æft og spilað með liði Aftureldingar í ár. „Við finnum fyrir rosalega mikilli velvild,“ segir Jóhann Bragi. „Þetta hefði aldrei geta gengið upp nema fyrir þær sakir að við höfum fengið stuðning frá fullt af einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum hér á landi til þess að láta þetta ganga upp. Vonandi heldur það bara áfram svo við getum látið þetta rúlla ár frá ári.“ Jóhann Bragi Fjalldal, velgjörðarmaður Ascent SoccerVísir/Sigurjón Ólason „Að einhverju leiti hefur þetta komið mjög skemmtilega á óvart. Ekki bara það hversu duglegir krakkarnir frá Malaví eru í að hafa samskipti við jafnaldra sína hérna á Íslandi. Heldur líka íslensku krakkarnir. Hvað þeir eru opnir og forvitnir í samskiptum við krakkanna sem koma frá Malaví. Sumir strákanna, sem kepptu fyrir hönd Ascent Soccer á Rey Cup í fyrra, eru enn í sambandi við vini sína sem þeir eignuðust hér á Íslandi. Það er ótrúlega skemmtilegt. „Þá kemur það mér alltaf svo mikið á óvart með þessa krakka hversu mikilli ró þeir búa yfir. Þau eru öll mjög einbeitt og klár í að hafa gaman af þessari vegferð. Maður finnur allavegana ekki mikið stress í þeim.“ Malaví ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti
Alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup hefst formlega með fyrstu leikjum mótsins hér í Reykjavík í dag. Á síðasta ári unnu malavískir drengir hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar og stóðu uppi sem Rey Cup meistarar. Í ár verður sagan skrifuð á Rey Cup því í fyrsta sinn keppir kvennalið frá Malaví í knattspyrnu á evrópskri grundu. Knattspyrnuakademía Ascent Soccer frá Malaví mætir til leiks með tvö lið á Rey Cup í ár. Eitt í flokki drengja og eitt í flokki stúlkna. „Það er virkilega gaman að halda þessu ævintýri áfram,“ segir Jóhann Bragi Fjalldal, velgjörðarmaður Ascent Soccer og einn tveggja Íslendinga sem á upphaflegu hugmyndina að komu Ascent Soccer hingað til lands.“ Þær eru fulltrúar þjóðar sem telur rúmlega tuttugu milljón manns. Fulltrúar allra malavískra knattspyrnustelpna. Þetta er frábær stund. Líkt og við sögðum frá á síðasta ári er forsaga málsins sú að nokkrar íslenskar fjölskyldur bjuggu í Malaví þar sem að þær voru á vegum Utanríkisráðuneytisins og unnu að þróunarstarfi þar í landi. Jóhann og annar íslenskur knattspyrnuáhugamaður komust þar í kynni við knattspyrnuakademíuna Ascent Soccer sem hefur nú tvö ár í röð mætt til leiks með lið á Rey Cup í Reykjavík. „Í fyrra komu strákarnir, það var rosalegt ævintýri. Núna tókst okkur að taka stelpurnar með. Það er frábært,“ segir Jóhann Bragi. „Þetta er risastórt fyrir stelpurnar en líka fyrir akademíuna og malavískar stelpur almennt. Það er rosa vel fylgst með ferð þessara krakka í Malaví. Þetta vekur mikla athygli. Við erum rosalega ánægð með að það hafi tekist að sauma þessu svona saman. Það er ekkert endilega auðvelt fyrir knattspyrnuakademíu Ascent Soccer að ná saman liði í þessum aldursflokki.“ Stoltar af því að skrifa söguna Strákarnir komu, sáu og sigruðu á Rey Cup í fyrra og reyna í ár að verja titil sinn. Stelpurnar sem skipa undir sextán ára lið Ascent Soccer munu þó ná gríðarstórum áfanga fyrir knattspyrnuhreyfinguna í Malaví í heild sinni með því að hefja leika á Rey Cup seinna í dag í fyrsta leik gegn enska stórliðinu Arsenal. Verður það í fyrsta sinn sem kvennalið frá Malaví spilar knattspyrnuleik á evrópskri grundu en auk þess að vera með Arsenal í riðli skipa sterk lið Þróttar Reykjavíkur og FC Nordjælland frá Danmörku riðil Ascent Soccer. Tvær af leikmönnum liðsins, þær Victoria Mkwala og Bridget Katete, eru spenntar fyrir því að vera hluti af því að hefja nýjan kafla í sögu kvennaknattspyrnu Malaví. Victoria Mkwala og Bridget Katete, tvær af leikmönnum Ascent Soccer frá MalavíVísir/Sigurjón Ólason „Já og mjög stoltar,“ segir Victoria. „Við erum að búast við erfiðum andstæðingum á mótinu. Erum að fara mæta liðum með stærri leikmönnum en við erum vanar að spila gegn heima í Malaví. En okkur hlakkar til að keppa við þær, spila með þeim. Þetta verður algjörlega ný reynsla fyrir okkur. Fyrsta skipti sem við spilum á móti liðum frá Evrópu.“ Melicy Lickson er aðalþjálfari undir sextán ára liðs Ascent Soccer. Hún segir reynsluna af Íslandi hingað til hafa verið frábæra. Melicy Lickson er þjálfari undir sextán ára liðs Ascent Soccer og jafnframt leikmaður aðalliðs akademíunnar sem varð landsmeistari á síðasta tímabiliVísir/Sigurjón Ólason „Okkur líður mjög vel hérna. Fyrsti leikurinn mun verða erfiður. Við vitum ekki hvernig andstæðingar okkar munu spila. Þetta verður glæný reynsla fyrir okkur sem lið en við erum mjög spenntar. Í fyrsta skipti sem við komum til Evrópu að spila fótbolta. Þetta er frábært og stelpurnar eru tilbúnar í að taka þátt á þessu móti. Undirbúningurinn hefur gengið vel og ég er fullviss um að stelpurnar geti sýnt okkur, og þeim sem horfa á, skemmtilegan fótbolta.“ Það segir sig sjálft að aðstæður hér á landi, veðurfarslega, eru töluvert frábrugðnar þeim aðstæðum sem uppi eru í Malaví. Ekta íslenskt sumarveður, rigning, tók á móti Ascent Soccer hér á landi en leikmenn aðlaga sig að umhverfinu. „Við erum að aðlagast. Umhverfið hér er allt öðruvísi en heima í Malaví. Það er mun kaldara hér, það tekur tíma að venjast því en það verður allt í góðu með okkur. Við aðlögum okkur að þessu.“ Ekki hægt að líkja aðstæðum saman En það þarf að aðlagast fleiru en bara veðurfarslegum aðstæðum hér á landi líkt og Rory Murphy, yfirþjálfari Ascent Soccer knattspyrnuakademíunnar, tjáir okkur. Knattspyrnulegu aðstæðurnar, þá aðstaðan í Malaví, er ekkert í líkingu við það sem boðið er upp á hér á landi. „Það er auðvitað ekki hægt að líkja þessu saman við neitt heima í Malaví,“ segir Rory sem ræðir við okkur á meðan að leikmenn Ascent Soccer æfa á Þróttaravellinum, glænýju gervigrasi. „Sem dæmi erum við hjá Ascent Soccer að fylgjast með leikmönnum um gjörvalla Malaví. Íbúafjöldi Malaví er um tuttugu milljónir. Á hverju ári skoðum við um tíu til fimmtán þúsund leikmenn. Til þess að skoða leikmenn nánar setjum við á laggirnar svæðismót um allt land. Öll þau mót fara fram á moldarvöllum, það er ekki grasflöt að finna á þessum svæðum. Flestir þeir krakkar sem við erum að skoða spila fótbolta berfætt. Það eru aðstæðurnar sem er að finna í Malaví sökum van fjármögnunar og skorts á almennilegri aðstöðu.“ Rory Murphy, yfirþjálfari Ascent Soccer knattspyrnuakademíunnar í Malaví.Vísir/Sigurjón Ólason Það er raunin, þær aðstæður, sem leikmenn Ascent Soccer á Rey Cup fetuðu sín fyrstu spor í knattspyrnu. „Að koma frá svoleiðis aðstæðum, fyrir um tveimur til þremur árum þar sem að við fundum þau með loftlitla bolta og engin mörk til að æfa með, yfir í að æfa á þessum fullkomna gervigrasvelli hér í Reykjavík, með frábæra stúku hér í baksýn. Þetta er frábær upplifun fyrir þessa krakka. Ég er svo stoltur yfir því hverju þessir flottu krakkar okkar eru að áorka.“ Það að stúlknalið Ascent Soccer sé einnig að fara brjóta blað í sögu kvennaknattspyrnu Malaví með fyrsta leiknum í Evrópu er stolt stund. „Þetta er risastórt,“ segir Rory. „Í fyrsta sinn sem slíkt gerist hjá liði frá Malaví. Meira að segja kvennalandslið Malaví hefur ekki upplifað þetta. Við höfum talað við stelpurnar um þessa staðreynd. Það að á margan hátt eru þær fulltrúar Malaví, gætu allt eins bara verið að keppa í landsliðstreyju Malaví, horft á sig sem landslið Malaví. Þær eru fulltrúar þessarar þjóðar sem telur rúmlega tuttugu milljón manna. Fulltrúar allra malavískra knattspyrnustelpna. Þetta er frábær stund.“ Leikmenn Ascent Soccer eru spenntar fyrir því að hefja leika á Rey Cup.Vísir/Sigurjón Ólason „Það verður gaman að sjá okkar stelpur og stráka spreyta sig á móti þessum liðum á Rey Cup, sem sum hver eru meðal þeirra bestu í heimi. Frábært tækifæri til þess að læra og þróast sem leikmenn. Halda áfram sinni vegferð á þann stað sem þær vilja komast á, leið að því takmarki að verða atvinnumenn í íþróttinni.“ Uppgangur í kvennaknattspyrnu hjá Ascent Soccer Það er mikill uppgangur í starfi Ascent Soccer tengt kvennaknattspyrnunni. Aðallið akademíunnar, sem nokkrir af leikmönnum liðsins sem tekur þátt á Rey Cup eru hluti af, varð landsmeistari á síðasta tímabili og tekur í næsta mánuði þátt í undankeppni Meistaradeildar Afríku. „Við erum mjög stolt af starfi okkar í kvennaknattspyrnunni. Við erum að reyna stækka og efla þann hluta knattspyrnunnar í Malaví. Vinnum mikið með grasrótinni í þéttbýlum Malaví, reynum í samstarfi með samfélaginu að efla þátttöku kvenna í knattspyrnu. Meðal annars með því að skaffa búnað og halda þjálfarabúðir. Reynum að efla grunninn hjá okkur til þess að byggja ofan á.“ Það verður gaman að fylgjast með malavísku stelpunum reyna fyrir sér í knattspyrnu á evrópskri grundu í fyrsta sinn í sögunni seinna í dag.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta kjarnast svo allt saman í aðalliði okkar í kvennaflokki sem keppir í fullorðins flokki en meðalaldur leikmanna liðsins núna er um nítján ára. Við erum með marga unga leikmenn í liðinu á aldrinum fimmtán til sextán ára. Liðið gerði sér lítið fyrir og varð landsmeistari í fullorðins flokki á síðasta tímabili. Frábær árangur og frábær stund þegar að liðið tryggði sér titilinn á leikvangi sem tekur um fjörutíu þúsund manns í sæti. Árangur sem tryggir liðinu sæti í undankeppni Meistaradeildar Afríku.“ Finna fyrir mikilli velvild Sterkt tengsl hafa myndast milli Malaví og Íslands í gegnum knattspyrnu og Rey Cup. Tengsl sem hafa skapað tækifæri fyrir leikmenn til þess að koma hingað til lands og reyna fyrir sér með íslenskum félagsliðum eins og við sögðum frá fyrr á árinu í tilfelli Levi og Precious sem hafa æft og spilað með liði Aftureldingar í ár. „Við finnum fyrir rosalega mikilli velvild,“ segir Jóhann Bragi. „Þetta hefði aldrei geta gengið upp nema fyrir þær sakir að við höfum fengið stuðning frá fullt af einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum hér á landi til þess að láta þetta ganga upp. Vonandi heldur það bara áfram svo við getum látið þetta rúlla ár frá ári.“ Jóhann Bragi Fjalldal, velgjörðarmaður Ascent SoccerVísir/Sigurjón Ólason „Að einhverju leiti hefur þetta komið mjög skemmtilega á óvart. Ekki bara það hversu duglegir krakkarnir frá Malaví eru í að hafa samskipti við jafnaldra sína hérna á Íslandi. Heldur líka íslensku krakkarnir. Hvað þeir eru opnir og forvitnir í samskiptum við krakkanna sem koma frá Malaví. Sumir strákanna, sem kepptu fyrir hönd Ascent Soccer á Rey Cup í fyrra, eru enn í sambandi við vini sína sem þeir eignuðust hér á Íslandi. Það er ótrúlega skemmtilegt. „Þá kemur það mér alltaf svo mikið á óvart með þessa krakka hversu mikilli ró þeir búa yfir. Þau eru öll mjög einbeitt og klár í að hafa gaman af þessari vegferð. Maður finnur allavegana ekki mikið stress í þeim.“