Óttast dauðann meira eftir að hafa eignast dóttur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 15:00 Guðrún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Guðrún Sigurbjörnsdóttir er móðir og starfar hjá Play. Samhliða því rekur hún sitt eigið fyrirtæki. Guðrún er með BA í uppeldis- og menntunarfræði og master í mannauðsstjórnun. Í frítíma finnst henni mikivægt að eyða tíma sínum með fjölskyldu og sinna áhugamálum. Guðrún er einnig einkaþjálfari og brennur fyrir því að hjálpa öðrum með andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur áður tekið þátt í fegurðarsamkeppnum. Guðrún lítur á þær sem tækifæri til að gefa af sér og vekja athygli á mikilvægum málefnum. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Guðrún Sigurbjörnsdóttir Aldur? 33 ára Starf? Ég starfa sem kennari og yfirflugfreyja hjá Play. Ásamt því rek eg mitt eigið fyrirtæki. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef keppt áður í fegurðarsamkeppnum og það hjálpaði mér mikið við að auka sjálfstraust og að fara út fyrir þægindaramman. Það er einnig gefandi að taka þátt, þar sem mikil áhersla er á að styðja og vekja athygli á ýmsum góðgeramálum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Við lærum ótrúlega margt og mikil sjálfsvinna sem á sér stað í leiðinni. Á æfingum æfum við okkur að labba, dansa og að efla sviðsframkomuna okkar. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Ég er student i dönsku og þýsku en er ekkert sérlega brött i þeim tungumálum. Hvað hefur mótað þig mest? Að vera móðir hefur mótað mig mest. Það að bera ábyrgð á öðrum en sjálfum sér er auðvitað mikil breyting á jákvæðan hátt. Ég held að enginn geti útskyrt hversu mikið hjartað manns stækkar við það að eignast barn. Besta hlutverk í heimi sem eg hef lært svo mikið af og mótað mig sem manneskjuna sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég hef gengið í gegnum nokkrar erfiðar lifreynslur i gegnum árin. Eins erfiðar og þær gátu verið þá tókst mér að láta það ekki brjóta mig niður og hef lært að taka fra þvi sem ég gat til þess byggja mig upp í staðinn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af þvi að vera móðir, mér finnst það vera stærsta afrekið mitt. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Kindness is key. Mikilvægt að minna sig á að sýna sér og öðrum mildi. Lífið verður svo miklu auðveldara og betra þegar við gerum það. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Heimaeldaður matur hja mömmu er alltaf í mestu uppáhaldi. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég hef aldrei átt eitthverja eina fyrirmynd i lifinu en maður getur alltaf lært af öðrum og þannig getur maður þroskast sem manneskja. Ég hef alltaf reynt að tileinka mer góð gildi sem ég styðst við. Mer finnist einnig mikilvægt að líta inn á við, læra af mistökum og gera betur næst. Enda er sjálfsvinna ekki eitthvað sem klárast heldur lífslangt ferli. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég hef hitt nokkra fræga einstaklinga en það er bara venjulegt fólk eins og allir. Ég hef aldrei horft niður eða upp til annara. Við erum öll jafn mikilvæg hvort sem við erum fræg eða ekki. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Hef dottið nokkrum sinnum um ævina, í augnsýn annara og finnst það alltaf jafn neyðarlegt. Hver er þinn helsti ótti? Eftir að ég átti dóttur mína hef ég fundið fyrir meiri ótta við dauðann eða að eitthvað gerist fyrir hana. En ég reyni þá frekar að einblína á að vera í núinu og njóta hverra augnablika sem eg hef með henni. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og njóta þess að vera til. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lög með Britney hefur yfirleitt orðið fyrir valinu. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín er það dýrmætasta sem ég á og er þvi mesta gæfan i lífi mínu sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir. Uppskrift að drauma degi? Dagur með fjölskyldunni þar sem við eigum gæða samverustundir. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Guðrún er einnig einkaþjálfari og brennur fyrir því að hjálpa öðrum með andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur áður tekið þátt í fegurðarsamkeppnum. Guðrún lítur á þær sem tækifæri til að gefa af sér og vekja athygli á mikilvægum málefnum. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Guðrún Sigurbjörnsdóttir Aldur? 33 ára Starf? Ég starfa sem kennari og yfirflugfreyja hjá Play. Ásamt því rek eg mitt eigið fyrirtæki. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef keppt áður í fegurðarsamkeppnum og það hjálpaði mér mikið við að auka sjálfstraust og að fara út fyrir þægindaramman. Það er einnig gefandi að taka þátt, þar sem mikil áhersla er á að styðja og vekja athygli á ýmsum góðgeramálum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Við lærum ótrúlega margt og mikil sjálfsvinna sem á sér stað í leiðinni. Á æfingum æfum við okkur að labba, dansa og að efla sviðsframkomuna okkar. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Ég er student i dönsku og þýsku en er ekkert sérlega brött i þeim tungumálum. Hvað hefur mótað þig mest? Að vera móðir hefur mótað mig mest. Það að bera ábyrgð á öðrum en sjálfum sér er auðvitað mikil breyting á jákvæðan hátt. Ég held að enginn geti útskyrt hversu mikið hjartað manns stækkar við það að eignast barn. Besta hlutverk í heimi sem eg hef lært svo mikið af og mótað mig sem manneskjuna sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég hef gengið í gegnum nokkrar erfiðar lifreynslur i gegnum árin. Eins erfiðar og þær gátu verið þá tókst mér að láta það ekki brjóta mig niður og hef lært að taka fra þvi sem ég gat til þess byggja mig upp í staðinn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af þvi að vera móðir, mér finnst það vera stærsta afrekið mitt. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Kindness is key. Mikilvægt að minna sig á að sýna sér og öðrum mildi. Lífið verður svo miklu auðveldara og betra þegar við gerum það. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Heimaeldaður matur hja mömmu er alltaf í mestu uppáhaldi. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég hef aldrei átt eitthverja eina fyrirmynd i lifinu en maður getur alltaf lært af öðrum og þannig getur maður þroskast sem manneskja. Ég hef alltaf reynt að tileinka mer góð gildi sem ég styðst við. Mer finnist einnig mikilvægt að líta inn á við, læra af mistökum og gera betur næst. Enda er sjálfsvinna ekki eitthvað sem klárast heldur lífslangt ferli. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég hef hitt nokkra fræga einstaklinga en það er bara venjulegt fólk eins og allir. Ég hef aldrei horft niður eða upp til annara. Við erum öll jafn mikilvæg hvort sem við erum fræg eða ekki. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Hef dottið nokkrum sinnum um ævina, í augnsýn annara og finnst það alltaf jafn neyðarlegt. Hver er þinn helsti ótti? Eftir að ég átti dóttur mína hef ég fundið fyrir meiri ótta við dauðann eða að eitthvað gerist fyrir hana. En ég reyni þá frekar að einblína á að vera í núinu og njóta hverra augnablika sem eg hef með henni. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og njóta þess að vera til. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lög með Britney hefur yfirleitt orðið fyrir valinu. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín er það dýrmætasta sem ég á og er þvi mesta gæfan i lífi mínu sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir. Uppskrift að drauma degi? Dagur með fjölskyldunni þar sem við eigum gæða samverustundir. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira