Opnuðu kaffihús fyrir hunda og ketti – Einn Puppaccino takk! Dýrheimar 7. ágúst 2024 11:30 Jóhanna Líf Halldórsdóttir er umsjónaraðili Kaffihúss Dýrheima. Hún segir alla velkomna í kaffihúsið, með eða án gæludýra. Hér er hún með hundinum Emmu. Við Víkurhvarf 5 er huggulegt kaffihús þar sem flóra gesta er þó dálítið óvenjuleg. Þar geta gestir komið með hundana eða kettina sína með sér. Kaffihús Dýrheima nýtur vinsælda meðal hundaeigenda en er einnig spennandi kostur fyrir þá sem eiga ekki gæludýr. „Við opnuðum kaffihúsið í febrúar 2023 og eru bæði hundar og kettir velkomnir með eigendum sínum. Almennt eru færri kattareigendur sem taka köttinn sinn með enda eru þeir oft heimakærari en hundar. Við eigum orðið þónokkra fastagesti sem koma reglulega, fara jafnvel fyrst í göngutúr með hundinn og kíkja svo inn í kaffi og með því. Meðal annars frábæran hóp af Cavalier hundum og eigendum þeirra sem koma nánast hvern einasta laugardag. Við erum afar þakklát fyrir þessar heimsóknir. Hingað eru allir velkomnir, með eða án gæludýra,“ segir Jóhanna Líf Halldórsdóttir, umsjónaraðili Kaffihúss Dýrheima. Þessir fallegu hundar nutu sín vel á kaffihúsi Dýrheima. Kræsingar á matseðlinum Jóhanna segir fjölbreyttar veitingar vera í boði á matseðli kaffihússins. Á virkum dögum er hægt að fá sér ýmsa kalda og heita drykki sem og fjölbreytt úrval af sætum bitum en kaffihúsið nýtur krafta bakarans Rakelar Sjafnar Hjartardóttur. Rakel Sjöfn Hjartardóttir bakari sérhæfir sig í kökuskreytingum. Á laugardögum er svo einnig matur á boðstólnum, til að mynda samlokur, þeytingur og pizzur en kaffihúsið er opið milli tólf og fjögur mánudaga til laugardaga. Fjölbreyttar veitingar eru í boði á matseðli kaffihússins. Einn Puppaccino takk En hvað skyldi vera í boði fyrir hunda og ketti á kaffihúsi Dýrheima? Jóhanna segir Dýrheima leggja mikla áherslu á heilbrigði dýra og rétta næringu og ekki fari það sama á diskinn þeirra og hjá eigendum dýranna. Meðan eigandinn fær sér Cappuccino getur hundurinn til dæmis fengið „Puppaccino“. „Puppaccino er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino og er í grunninn flóuð mjólk sérstaklega ætluð hundum, en ekki rjómi eins og víða er notað erlendis. Þar sem við leggjum ríka áherslu á að raska sem minnst næringu dýranna er lögð meiri áhersla á afþreyingu á borð við hundapúsl, til að skapa ró og auka vellíðan dýranna á kaffihúsinu“ útskýrir Jóhanna. Klaki gæðir sér á Puppaccino sem er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino. Vöntun á öruggu umhverfi kveikjan að kaffihúsinu Jóhanna segir hunda og ketti ekki endilega velkomna hvar sem er í samfélaginu og eigendur veigri sér mögulega við að taka dýrin með á opinbera staði. Íslensk gæludýr verji almennt meiri tíma innan heimilisins en tíðkast víða erlendis og það hafi í för með sér að þau læri síður að halda ró við ólíkar og krefjandi aðstæður. Hún segir Dýrheima öruggt umhverfi fyrir bæði eigendur og dýr til að æfa sig að takast á við slíkar aðstæður. „Við vonumst til að fleiri staðir bjóði gæludýr velkomin enda er það lítið mál ef þeir eru með leyfi og eigendur passa vel upp á að vera búnir að láta hundana gera stykki sín áður en þeir koma inn á kaffihús eða almenningsstaði.“ Í Kaffihúsi Dýrheima má finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. „Hundar fá almennt ekki tækifæri á því að fylgja eigendum sínum í daglegu lífi eins og maður sér mikið erlendis. Enn eru miklar takmarkanir í samfélaginu þó að þeim stöðum sem leyfa gæludýr fari rólega fjölgandi. Við brennum fyrir bættu hunda- og kattahaldi almennt og okkur fannst vöntun á miðstöð fyrir gæludýraunnendur þar sem þau geta sest niður og slakað á með dýrin með sér eða innan um þau. Við leggjum mikið upp úr góðum „kaffihúsasiðum“ þar sem dýrin eru í stuttum taum og nálægt eigendum sínum. Með því leggjum við grunn að því að þau geti svo heimsótt önnur kaffihús og fjölfarnari staði án þess að valda truflun í umhverfi sínu. Fyrir utan kaffihúsið verður svo hundagerði von bráðar svo hægt verður að kíkja út og leyfa hundinum að leika sér,“ útskýrir Jóhanna. Kisan Alba heimsótti kaffihúsið nýlega og átti góðan dag. Hún segir kaffihúsið hafa gengið vel og ekki hafi komið upp tilfelli þar sem allt hafi farið „í hund og kött“. „Eigendur eru almennt meðvitaðir um streitu og streituþröskuld dýrsins síns og fara því gjarnan á smá rölt út ef hundurinn verður t.d. órólegur. Við viljum hvetja eigendur áfram til þess að æfa þessa ró sem við viljum eiga á hefðbundnu kaffihúsi,“ segir hún. Þá sé kaffihúsið frábær staður til að kynnast fleiri dýrum og dýraeigendum. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar, heita og kalda drykki auk úrvals af sætum bitum. „Kaffihúsið er hluti af samfélagi Dýrheima sem leggur áherslu á að auka samveru og tengslanet og hér má bæði finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. Margir koma á kaffihúsið einir og vilja einbeita sér að sínu dýri í rólegheitum en þetta er líka tilvalinn staður fyrir t.d. hundaeigendur eða áhugasama að hittast með hundana, kynnast ólíkum tegundum og læra meira um áhugamálið og þann lífsstíl sem fylgir því að vera með hund- og/eða kött á heimilinu. Það er auðvelt að brjóta ísinn, það hafa allir gaman af að tala um dýrin sín,“ segir Jóhanna. Gæludýr Hundar Kettir Veitingastaðir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Sjá meira
„Við opnuðum kaffihúsið í febrúar 2023 og eru bæði hundar og kettir velkomnir með eigendum sínum. Almennt eru færri kattareigendur sem taka köttinn sinn með enda eru þeir oft heimakærari en hundar. Við eigum orðið þónokkra fastagesti sem koma reglulega, fara jafnvel fyrst í göngutúr með hundinn og kíkja svo inn í kaffi og með því. Meðal annars frábæran hóp af Cavalier hundum og eigendum þeirra sem koma nánast hvern einasta laugardag. Við erum afar þakklát fyrir þessar heimsóknir. Hingað eru allir velkomnir, með eða án gæludýra,“ segir Jóhanna Líf Halldórsdóttir, umsjónaraðili Kaffihúss Dýrheima. Þessir fallegu hundar nutu sín vel á kaffihúsi Dýrheima. Kræsingar á matseðlinum Jóhanna segir fjölbreyttar veitingar vera í boði á matseðli kaffihússins. Á virkum dögum er hægt að fá sér ýmsa kalda og heita drykki sem og fjölbreytt úrval af sætum bitum en kaffihúsið nýtur krafta bakarans Rakelar Sjafnar Hjartardóttur. Rakel Sjöfn Hjartardóttir bakari sérhæfir sig í kökuskreytingum. Á laugardögum er svo einnig matur á boðstólnum, til að mynda samlokur, þeytingur og pizzur en kaffihúsið er opið milli tólf og fjögur mánudaga til laugardaga. Fjölbreyttar veitingar eru í boði á matseðli kaffihússins. Einn Puppaccino takk En hvað skyldi vera í boði fyrir hunda og ketti á kaffihúsi Dýrheima? Jóhanna segir Dýrheima leggja mikla áherslu á heilbrigði dýra og rétta næringu og ekki fari það sama á diskinn þeirra og hjá eigendum dýranna. Meðan eigandinn fær sér Cappuccino getur hundurinn til dæmis fengið „Puppaccino“. „Puppaccino er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino og er í grunninn flóuð mjólk sérstaklega ætluð hundum, en ekki rjómi eins og víða er notað erlendis. Þar sem við leggjum ríka áherslu á að raska sem minnst næringu dýranna er lögð meiri áhersla á afþreyingu á borð við hundapúsl, til að skapa ró og auka vellíðan dýranna á kaffihúsinu“ útskýrir Jóhanna. Klaki gæðir sér á Puppaccino sem er hundvæn útgáfa af hinum vinsæla Cappuccino. Vöntun á öruggu umhverfi kveikjan að kaffihúsinu Jóhanna segir hunda og ketti ekki endilega velkomna hvar sem er í samfélaginu og eigendur veigri sér mögulega við að taka dýrin með á opinbera staði. Íslensk gæludýr verji almennt meiri tíma innan heimilisins en tíðkast víða erlendis og það hafi í för með sér að þau læri síður að halda ró við ólíkar og krefjandi aðstæður. Hún segir Dýrheima öruggt umhverfi fyrir bæði eigendur og dýr til að æfa sig að takast á við slíkar aðstæður. „Við vonumst til að fleiri staðir bjóði gæludýr velkomin enda er það lítið mál ef þeir eru með leyfi og eigendur passa vel upp á að vera búnir að láta hundana gera stykki sín áður en þeir koma inn á kaffihús eða almenningsstaði.“ Í Kaffihúsi Dýrheima má finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. „Hundar fá almennt ekki tækifæri á því að fylgja eigendum sínum í daglegu lífi eins og maður sér mikið erlendis. Enn eru miklar takmarkanir í samfélaginu þó að þeim stöðum sem leyfa gæludýr fari rólega fjölgandi. Við brennum fyrir bættu hunda- og kattahaldi almennt og okkur fannst vöntun á miðstöð fyrir gæludýraunnendur þar sem þau geta sest niður og slakað á með dýrin með sér eða innan um þau. Við leggjum mikið upp úr góðum „kaffihúsasiðum“ þar sem dýrin eru í stuttum taum og nálægt eigendum sínum. Með því leggjum við grunn að því að þau geti svo heimsótt önnur kaffihús og fjölfarnari staði án þess að valda truflun í umhverfi sínu. Fyrir utan kaffihúsið verður svo hundagerði von bráðar svo hægt verður að kíkja út og leyfa hundinum að leika sér,“ útskýrir Jóhanna. Kisan Alba heimsótti kaffihúsið nýlega og átti góðan dag. Hún segir kaffihúsið hafa gengið vel og ekki hafi komið upp tilfelli þar sem allt hafi farið „í hund og kött“. „Eigendur eru almennt meðvitaðir um streitu og streituþröskuld dýrsins síns og fara því gjarnan á smá rölt út ef hundurinn verður t.d. órólegur. Við viljum hvetja eigendur áfram til þess að æfa þessa ró sem við viljum eiga á hefðbundnu kaffihúsi,“ segir hún. Þá sé kaffihúsið frábær staður til að kynnast fleiri dýrum og dýraeigendum. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar, heita og kalda drykki auk úrvals af sætum bitum. „Kaffihúsið er hluti af samfélagi Dýrheima sem leggur áherslu á að auka samveru og tengslanet og hér má bæði finna ýmsa afþreyingu fyrir tví- og ferfætta, til dæmis heilaþrautir fyrir hundinn, fræðslublöð og spil fyrir eigendur. Margir koma á kaffihúsið einir og vilja einbeita sér að sínu dýri í rólegheitum en þetta er líka tilvalinn staður fyrir t.d. hundaeigendur eða áhugasama að hittast með hundana, kynnast ólíkum tegundum og læra meira um áhugamálið og þann lífsstíl sem fylgir því að vera með hund- og/eða kött á heimilinu. Það er auðvelt að brjóta ísinn, það hafa allir gaman af að tala um dýrin sín,“ segir Jóhanna.
Gæludýr Hundar Kettir Veitingastaðir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Sjá meira