Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júlí 2024 21:38 Magnús Hlynur fór á kostum í kvöldfréttum. Vísir Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar Matur Suðurnesjabær Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar
Matur Suðurnesjabær Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið