Lífið

Hildur Vala og Kjartan keyptu rað­hús í Foss­vogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hildur Vala og Kjartan flytja úr Garðabænum í höfuðborgina.
Hildur Vala og Kjartan flytja úr Garðabænum í höfuðborgina.

Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson ráðgjafi hjá KPMG hafa fest kaup á glæsilegu endaraðhúsi við Brúnaland í Fossvogi. 

Húsið var byggt árið 1972 og hannað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Eignin er 229,6 fermetra að stærð á fjórum pöllum með upprunalegum innréttingum. Parið greiddi uppsett verð fyrir eiginina eða 149,9 milljónir.

Samtals eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, björt og rúmgóð stofa með sjarmendi arni. Þaðan er útgengt á skjólsælar svalir. Aukin lofthæð og gluggar til suðurs eftir endilöngu rýminu gefa mikla birtu og mikla rýmistilfinningu. Við húsið er stór og gróinn garður þar sem hægt er njóta veðursældarinnar líkt og Fossvogurinn er þekktur fyrir.

Nýverið settu Hildur Vala og Kjartan íbúð sína við Löngulínu í Garðabæ á sölu. Saman eiga þau tvær dætur sem eru fædd­ar 2021 og 2022.

Hildur Vala hefur slegið í gegn sem Elsa í söngleiknum Frost sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni.

Hér að neðan má sjá flutning Hildar Völu á laginu Ég er frjáls úr söngleiknum Frost á úrslitakvöldi IDOL í febrúar síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.