Lífið

Stofnandi Stealers Wheel látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Joe Egan að spila með Stealers Wheel í Hollandi árið 1973.
Joe Egan að spila með Stealers Wheel í Hollandi árið 1973. Getty

Skoski tónlistarmaðurinn Joe Egan er látinn, 77 ára að aldri. Tilkynnt var um andlát hans á sunnudag. Joe Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you.

Egan spilaði í nokkrum hljómsveitum og starfaði sem sjálfstætt starfandi tónlistarmaður, áður en hann stofnaði hljómsveitina Stealers Wheel með Gerry Rafferty árið 1972. Þeir slógu í gegn árið 1973 með laginu Stuck in the middle with you, sem þeir sömdu saman.

Lagið náði áttunda sæti á vinsældarlista í Bretlandi, og sjötta sæti í lista í Bandaríkjunum, US Billboard Hot 100.

Hljómsveitin hætti störfum árið 1975, byrjuðu aftur í skamma stund árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×