Lífið

Myndir: Dýrðar­dagur á Snæ­fells­nesi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bæjarvinnan í Ólafsvík. Hrífan er á lofti svo kríurnar goggi ekki í höfuð krakkanna.
Bæjarvinnan í Ólafsvík. Hrífan er á lofti svo kríurnar goggi ekki í höfuð krakkanna. Vísir/Vilhelm

Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu. 

Vilhelm kom við í Grundarfirði, í Stykkishólmi, á Arnarstapa og á Rifi. Þar var ýmislegt verið að bralla þrátt fyrir að oft skíni sólin skærar. 

Óhætt er að segja að Vilhelm hafi tekist að fanga hið íslenska sumar. Dorgveiði, ferðamennska, bæjarvinna og dýralíf undir skýjuðum himni. Myndirnar má sjá hér að neðan. 

Drengir að leik í Stykkishólmi. Vísir/Vilhelm
Hjalað í Stykkishólmshöfn. Vísir/Vilhelm
Refur á hlaupum í Seljafirði.Vísir/Vilhelm
Bugaður göngumaður nærri Grundarfirði. Vísir/Vilhelm
Rafskútuþjónustan hefur teygt anga sína til Grundarfjarðar, þar sem hún virðist vinsæl meðal ferðamanna úr skemmtiferðaskipunum. Vísir/Vilhelm
Mávar í Grundarfjarðarhöfn.Vísir/Vilhelm
Líf við kaffibrennsluna Valeríu í Grundarfirði. Vísir/Vilhelm
Símatími í Grundarfirði. Vísir/Vilhelm
Þessar hressu vinkonur seldu gestum og gangandi segla. Þær höfðu þegar selt tíu stykki í gærmorgun þegar Vilhelm bar að garði. Vísir/Vilhelm
Kirkjufellsfoss í grænum sumarlitum. Vísir/Vilhelm
Geitur við Grundarfjörð.Vísir/Vilhelm
Bæjarvinnan í Ólafsvík. Hrífan er á lofti svo kríurnar goggi ekki í höfuð krakkanna.Vísir/Vilhelm
Kría á Rifi.Vísir/Vilhelm
Fleiri kríur á Rifi. Vísir/Vilhelm
Ferðakona dansar með kríunum á Rifi. Vísir/Vilhelm
Koli veiddur á Rifi. Vísir/Vilhelm
Strandveiðisjómaður á Arnarstapa.Vísir/Vilhelm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.