Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 11:46 Svona var ástandið í upphafi júnímánaðar á Norðurlandi. Mynd/Fríða Björk Einarsdóttir Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári. Veður Færð á vegum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári.
Veður Færð á vegum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira