Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lögreglan kom Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Maðurinn tjaldaði á hringtorgi í Mosfellsbæ. Samsett mynd Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði. Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum. Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum.
Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41