Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:50 Linda Ben segir fátt jafnast á við góðan mat undir berum himni á ferðalagi um landið. Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir. Uppskriftir Grillréttir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir.
Uppskriftir Grillréttir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira