Veður

Suð­vestan­átt með skúrum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Búast má við rigningu í dag um land allt. 
Búast má við rigningu í dag um land allt.  Vísir/Vilhelm

Í dag fara skil sem komu með rigningu í gær og í nótt til norðurs frá landinu. Þá snýst vindurinn í suðvestanátt með skúrum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Hlýjast verður austanlands.

Veður verður svo svipað næstu daga með suðvestanátt og skúrum um mest allt land, en yfirleitt bjart norðaustanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Nánar á vef Veðurstofunnar. Á vef Vegagerðar má finna upplýsingar um færð vega og framkvæmdir. Víðast hvar um land er greiðfært.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:

Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, hvassast við suður- og austurströndina. Yfirleitt bjart norðaustan- og austantil en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á miðvikudag:

Sunnan og suðvestan 3-8, dálitlar skúrir á víð og dreif og hiti 10 til 15 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning með köflum sunnanlands. Bjart að mestu í öðrum landshlutum, en víða síðdegisskúrir. Hiti 9 til 16 stig.

Á föstudag:

Norðaustanátt og bjart með köflum, en sums staðar dálitlar skúrir. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:

Útlit fyrir breytilega átt. Skýjað og lítilsháttar væta á austanverðu landinu en bjart vestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×