Sport

Frá­bær skráning í Reykja­víkur­mara­þon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fólk á öllum aldri tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.
Fólk á öllum aldri tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. vísir/hulda margrét

Reykjavíkurmaraþonið fagnar 40 ára afmæli í ár og allt útlit er fyrir að þátttaka verði frábær í ár.

Skráning hefur nefnilega farið fram úr björtustu vonum og 25 prósent fleiri hlauparar eru skráðir til leiks núna en voru á sama tíma í fyrra.

„Það fjölgar alltaf í hlaupinu frá ári til árs en það er greinilega óvenju mikil tilhlökkun fyrir hlaupinu í ár. Skráningin er nú þegar farin fram úr okkar björtustu vonum,” segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, viðburðastjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hjá ÍBR, í fréttatilkynningu.

Yfir ellefu þúsund hlauparar tóku þátt í hlaupinu í fyrra en aðeins 214 tóku þátt í fyrsta hlaupinu fyrir 40 árum síðan.

Hlaupið fer fram á Menningarnótt þann 24. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×