Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Sindri velti öllum steinum með Áslaugu Örnu yfir morgunbollanum. Vísir Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira