Brimborg lækkar verð á rafbílnum Volvo EX30 Brimborg 14. júní 2024 08:31 Brimborg hefur náð samningum við Volvo Cars um verulega verðlækkun á Volvo EX30 rafbílum á lager. Brimborg hefur náð samkomulagi við Volvo Cars um verðlækkun á Volvo EX30 rafbílnum, næst vinsælasta rafbílnum á Íslandi, sem meðal annars innifelur þriggja ára þjónustu og viðhald. Volvo Cars býður nú lífsferilsgreiningu fyrir Volvo EX30 og Brimborg birtir á verðlista, fyrst bílaumboða á Íslandi, upplýsingar um losun yfir líftíma bílsins. Jafnframt hefur bílaframleiðandinn opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem tekur við og endurvinnur rafhlöður í samræmi við kröfur hringrásarhagkerfisins, sem dregur úr losun, minnkar umhverfisáhrif og lækkar verð á rafhlöðum og sellum. Volvo EX30 rafbíllinn lækkar í verði og þjónusta og viðhald innifalið í 3 ár Brimborg hefur náð samningum við Volvo Cars um verulega verðlækkun á Volvo EX30 rafbílum á lager. Takmarkað magn er í boði og nemur verðlækkunin allt að 700.000 kr. Þegar rafbílastyrkur að upphæð 900.000 kr. frá Orkusjóði fyrir árið 2024 er tekinn með í reikninginn kostar ódýrasta útgáfan aðeins 5.390.000 kr. og fjórhjóladrifsútgáfan er frá 6.790.000 kr. Þjónustu- og viðhaldskostnaður í 3 ár eða að 100.000 km, hvort sem kemur á undan, er innifalinn í verðinu, auk þess sem bíllinn er með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ríflega 50% lægri aksturskostnaður Rafbílar eru einstaklega hagkvæmir í rekstri, sérstaklega á Íslandi, jafnvel að teknu tilliti til kílómetragjaldsins. Rafmótorinn nýtir orkuna vel og notar því litla orku til að knýja bílinn. Einsdrifsútgáfan af Volvo EX30 eyðir aðeins 16,7 kWh / 100 km og fjórhjóladrifsútgáfan 17,5 kWh / 100 km samkvæmt WLTP staðli. Íslensk græn orka er á hagstæðu verði og með því að hlaða heima eða á vinnustað er hægt að spara háar fjárhæðir árlega. Þetta gerir það að verkum að aksturskostnaður per km með kílómetragjaldi er um 50% lægri á rafbíl en á sambærilegum bensínbíl. Þjónustu- og viðhaldskostnaður er einnig innifalinn, sem eykur muninn enn frekar Volvo rafbílnum í hag. Volvo Cars opnar rafhlöðusetur í Gautaborg og býður lífsferilsgreiningu fyrir rafbíla Volvo Cars hefur svarað umræðu um endingu rafhlaða, uppruna hráefna, umhverfis- og losunaráhrif þeirra og endurvinnslu við lok líftíma með tveimur lykilaðgerðum. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækið opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem innleiddi skilaferla fyrir rafhlöður og einstakar sellur til endurvinnslu. Þetta gerir Volvo Cars kleift að endurnýta eða endurnota allt að 95% af rafhlöðum í sínum bílum. Þetta lækkar kostnað á rafhlöðum og sellum fyrir nýja og eldri bíla. Brimborg hefur nýtt sér þetta skilaferli með góðum árangri. Í öðru lagi hefur Volvo Cars gefið út lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) sem sýnir losun yfir líftíma bílsins sem meðal annars eru mikilvægar upplýsingar til að meta losun fyrirtækja í umfangi 3. Niðurstöður sýna að rafbíllinn losar um helmingi minna en sambærilegur bensínbíll ef notuð er endurnýjanleg orka, eins og á Íslandi. Brimborg birtir þessar upplýsingar á verðlista sínum fyrst bílaumboða. Aðferðafræðin sem notuð er byggir á ISO 14067 staðlinum og horfir til losunar gróðurhúsalofttegunda (e. Greenhouse Gases, GHG) og hlýnunaráhrifa á heimsvísu (e. Global Warming Potential, GWP) og þar er miðað við 200.000 km akstur á líftíma bílsins sem gæti jafngilt um 14 ára líftíma meðal fólksbíls á Íslandi. Skýrslan reiknar út losun miðað við þrjár tilteknar sviðsmyndir um orkusamsetningu raforkukerfis en hér á Íslandi dugir að miða við eina sviðsmynd sem byggir á 100% endurnýjanlegri orku. Margvíslegar aðrar forsendur eru gefnar við þessa útreikninga og hægt er að kynna sér í lífsferilsgreiningarskýrslunni á vef Volvo Cars. Brimborg í forystu bílaumboða í sjálfbærni Brimborg leggur mikla áherslu á sjálfbærni í rekstri sínum og styður sjálfbærniáherslur Volvo Cars. Félagið var fyrst bílaumboða að birta sjálfbærniskýrslur og upplýsingar í samræmi við ESB flokkunarreglugerðina til að tryggja örugga upplýsingagjöf um grænar fjárfestingar til varnar gegn grænþvotti. Umhverfisleg sjálfbærni í verki Brimborg sýnir sjálfbærni í verki með því að rafbílavæða flota sinn með hreinum rafbílum. Nú eru 43,8% fólksbílaflota félagsins í almennum rekstri, 22,8% bílaleiguflotans og 60,6% sendibílaflotans rafknúinn. Brimborg tekur hringrásarhagkerfið alvarlega með því að flokka og endurvinna 94,5% af ríflega 500 tonnum af úrgangi á árinu 2023. Úrval Volvo EX30 bíla á lager og bílar til reynsluaksturs Brimborg býður upp á gott úrval Volvo EX30 rafbíla á lager og til sýnis í sýningarsal og reynsluaksturs. Einnig er hægt að skoða bílana í vefsýningarsal á vef Brimborgar og þar er hægt að velja bíl. Samandregið er Volvo EX30 nú á lægra verði með innifalinni þjónustu og viðhaldi í 3 ár. Þetta ásamt lægri aksturskostnaði, endurvinnslu rafhlaða og sjálfbærniáherslum gerir EX30 að einstökum kosti fyrir bílakaupendur sem leggja mikið upp úr sjálfbærni. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Volvo Cars býður nú lífsferilsgreiningu fyrir Volvo EX30 og Brimborg birtir á verðlista, fyrst bílaumboða á Íslandi, upplýsingar um losun yfir líftíma bílsins. Jafnframt hefur bílaframleiðandinn opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem tekur við og endurvinnur rafhlöður í samræmi við kröfur hringrásarhagkerfisins, sem dregur úr losun, minnkar umhverfisáhrif og lækkar verð á rafhlöðum og sellum. Volvo EX30 rafbíllinn lækkar í verði og þjónusta og viðhald innifalið í 3 ár Brimborg hefur náð samningum við Volvo Cars um verulega verðlækkun á Volvo EX30 rafbílum á lager. Takmarkað magn er í boði og nemur verðlækkunin allt að 700.000 kr. Þegar rafbílastyrkur að upphæð 900.000 kr. frá Orkusjóði fyrir árið 2024 er tekinn með í reikninginn kostar ódýrasta útgáfan aðeins 5.390.000 kr. og fjórhjóladrifsútgáfan er frá 6.790.000 kr. Þjónustu- og viðhaldskostnaður í 3 ár eða að 100.000 km, hvort sem kemur á undan, er innifalinn í verðinu, auk þess sem bíllinn er með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ríflega 50% lægri aksturskostnaður Rafbílar eru einstaklega hagkvæmir í rekstri, sérstaklega á Íslandi, jafnvel að teknu tilliti til kílómetragjaldsins. Rafmótorinn nýtir orkuna vel og notar því litla orku til að knýja bílinn. Einsdrifsútgáfan af Volvo EX30 eyðir aðeins 16,7 kWh / 100 km og fjórhjóladrifsútgáfan 17,5 kWh / 100 km samkvæmt WLTP staðli. Íslensk græn orka er á hagstæðu verði og með því að hlaða heima eða á vinnustað er hægt að spara háar fjárhæðir árlega. Þetta gerir það að verkum að aksturskostnaður per km með kílómetragjaldi er um 50% lægri á rafbíl en á sambærilegum bensínbíl. Þjónustu- og viðhaldskostnaður er einnig innifalinn, sem eykur muninn enn frekar Volvo rafbílnum í hag. Volvo Cars opnar rafhlöðusetur í Gautaborg og býður lífsferilsgreiningu fyrir rafbíla Volvo Cars hefur svarað umræðu um endingu rafhlaða, uppruna hráefna, umhverfis- og losunaráhrif þeirra og endurvinnslu við lok líftíma með tveimur lykilaðgerðum. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækið opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem innleiddi skilaferla fyrir rafhlöður og einstakar sellur til endurvinnslu. Þetta gerir Volvo Cars kleift að endurnýta eða endurnota allt að 95% af rafhlöðum í sínum bílum. Þetta lækkar kostnað á rafhlöðum og sellum fyrir nýja og eldri bíla. Brimborg hefur nýtt sér þetta skilaferli með góðum árangri. Í öðru lagi hefur Volvo Cars gefið út lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) sem sýnir losun yfir líftíma bílsins sem meðal annars eru mikilvægar upplýsingar til að meta losun fyrirtækja í umfangi 3. Niðurstöður sýna að rafbíllinn losar um helmingi minna en sambærilegur bensínbíll ef notuð er endurnýjanleg orka, eins og á Íslandi. Brimborg birtir þessar upplýsingar á verðlista sínum fyrst bílaumboða. Aðferðafræðin sem notuð er byggir á ISO 14067 staðlinum og horfir til losunar gróðurhúsalofttegunda (e. Greenhouse Gases, GHG) og hlýnunaráhrifa á heimsvísu (e. Global Warming Potential, GWP) og þar er miðað við 200.000 km akstur á líftíma bílsins sem gæti jafngilt um 14 ára líftíma meðal fólksbíls á Íslandi. Skýrslan reiknar út losun miðað við þrjár tilteknar sviðsmyndir um orkusamsetningu raforkukerfis en hér á Íslandi dugir að miða við eina sviðsmynd sem byggir á 100% endurnýjanlegri orku. Margvíslegar aðrar forsendur eru gefnar við þessa útreikninga og hægt er að kynna sér í lífsferilsgreiningarskýrslunni á vef Volvo Cars. Brimborg í forystu bílaumboða í sjálfbærni Brimborg leggur mikla áherslu á sjálfbærni í rekstri sínum og styður sjálfbærniáherslur Volvo Cars. Félagið var fyrst bílaumboða að birta sjálfbærniskýrslur og upplýsingar í samræmi við ESB flokkunarreglugerðina til að tryggja örugga upplýsingagjöf um grænar fjárfestingar til varnar gegn grænþvotti. Umhverfisleg sjálfbærni í verki Brimborg sýnir sjálfbærni í verki með því að rafbílavæða flota sinn með hreinum rafbílum. Nú eru 43,8% fólksbílaflota félagsins í almennum rekstri, 22,8% bílaleiguflotans og 60,6% sendibílaflotans rafknúinn. Brimborg tekur hringrásarhagkerfið alvarlega með því að flokka og endurvinna 94,5% af ríflega 500 tonnum af úrgangi á árinu 2023. Úrval Volvo EX30 bíla á lager og bílar til reynsluaksturs Brimborg býður upp á gott úrval Volvo EX30 rafbíla á lager og til sýnis í sýningarsal og reynsluaksturs. Einnig er hægt að skoða bílana í vefsýningarsal á vef Brimborgar og þar er hægt að velja bíl. Samandregið er Volvo EX30 nú á lægra verði með innifalinni þjónustu og viðhaldi í 3 ár. Þetta ásamt lægri aksturskostnaði, endurvinnslu rafhlaða og sjálfbærniáherslum gerir EX30 að einstökum kosti fyrir bílakaupendur sem leggja mikið upp úr sjálfbærni.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira