Veður

Á­fram hríðar­veður fyrir austan

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd tekin í Mývatnssveit í gær.
Mynd tekin í Mývatnssveit í gær. Daði Lange

Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu.

Þetta kemur fram í ábendingum til vegfarenda frá veðurfræðingi veðurstofunnar. Þar segir að spáð sé skárra ferðaveðri á morgun, en aftur víða hríð á fjallvegum um norðanvert landið annað kvöld.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norður- og Austurlandi sem og á Miðhálendinu. Þá er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi. Veðurviðvarandir víðs vegar um landið munu standa fram á aðfaranótt föstudags. 

Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir má nálgast á vef Veðurstofunnar og nánari upplýsingar um færðir á vegum fást á vef Vegagerðarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×